Framkvæmdaráð

210. fundur 17. maí 2010
Framkvæmdaráð - Fundargerð
210. fundur
17. maí 2010   kl. 09:48 - 12:07
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Slökkvilið Akureyrar - ýmis málefni
2010050026
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri var í símasambandi við fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir afkomu Slökkviliðs Akureyrar á fyrsta ársfjórðungi ársins og mönnun vakta, auk  bréfs dags. 15. apríl  2010 frá Ólafi Stefánssyni, formanni Akureyrardeildar LSS og Antoni Berg Carrasco, fulltrúa Akureyrardeildar LSS, fyrir hönd slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Slökkviliðs Akureyrar (SA) til bæjarfulltrúa bæjarstjórnar Akureyrar um þær skipulagsbreytingar sem átt hafa sér stað hjá SA.
Einnig voru kynntar hugmyndir um sameiginleg kaup á slökkvibifreið með Isavia (áður Flugstoðir), sem er betur útbúin og hentar betur til þjónustu við flugvelli og þar með aðra þjónustu sem sinna þarf. Eldri slökkvibifreið er orðin gömul og dugir engan veginn til að þjóna sínu hlutverki til framtíðar. SA hefur borist gott tilboð í slökkvibifreið.
Framkvæmdaráð þakkar slökkviliðsstjóra upplýsingar um stöðu SA.
Ennfremur er deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni og slökkviliðsstjóra, Þorbirni Haraldssyni, falið að ræða við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn.
Framkvæmdaráð samþykkir kaup á nýrri slökkvibifreið miðað við fyrirliggjandi  forsendur,  þar sem ljóst er að eldri bifreið muni ekki þjóna hlutverki sínu til framtíðar. Samþykkið er háð þátttöku Isavia í kostnaði við kaupin og sölu eldri bifreiðar.
Framkvæmdaráð vísar málinu til bæjarráðs.2.          Sorpmál - útboð 2010
2010020076
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. maí 2010:
Í ljósi nýrra upplýsinga vísar bæjarráð málinu aftur til framkvæmdaráðs. Lagt fram minnisblað frá Eflu hf dags 9. maí 2010 um mat á Leið A og Leið B í sorphirðu í Akureyrarkaupstað fyrir lægsta tilboð. Matið er tvíþætt, annars vegar er um að ræða mat á kostnaði tilboða og hins vegar um mat á umhverfislegum ávinningi mismunandi leiða.
Gunnar Svavarsson frá Verkfræðistofunni Eflu hf var í símasambandi við fundinn og fór yfir minnisblað vegna kostnaðar. Sveinn Hannesson og Elías Guðmundsson frá Gámaþjónustu Norðurlands ehf voru í símasambandi við fundinn og kynntu þeir sín sjónarmið.
Framkvæmdaráð þakkar Gunnari, Sveini og Elíasi fyrir þeirra upplýsingar.
Framkvæmdaráð staðfestir fyrri ákvörðun sína um samþykki á þriggja íláta leið Gámaþjónustu Norðurlands ehf.


3.          Malbikunarstöð - verkferlar um sölu á malbiki
2010030103
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson, fór yfir verkferla sem gerðir hafa verið um sölu malbiks.
Meginreglan er að Akureyrarbær skuli ekki vera í samkeppni við einkaaðila vegna sölu malbiks, heldur framleiða malbik einungis til eigin nota. Þar með talin eru þau fyrirtæki sem Akureyrarbær er eignaraðili að. Heimilt er að selja opinberum fyrirtækjum asfalt eftir nánara samkomulagi þar um, enda eru innkaup á asfalti sameiginleg með öðrum stofnunum í gegnum Ríkiskaup. Akureyrarbær mun hvorki auglýsa né gera almennt út á sölu á malbiki en getur þjónustað almenna markaðinn í þeim tilvikum þegar lög- og eða/einkaaðili á starfssvæðinu getur ekki afhent malbik á Akureyri. Þetta skal gert í nánu samstarfi við hugsanlega samkeppnisaðila þannig að sátt sé um. Umræddur aðili lætur þá Akureyrarbæ vita með óyggjandi hætti að hann sjái sér ekki fært að afgreiða einkaaðila á svæðinu með malbik.
Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.


4.          Ferliþjónusta - reglur
2005110069
Farið var yfir drög að breytingum á reglum um ferliþjónustu. Athugasemdir bárust frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Félagi eldri borgara á Akureyri, félagsmálaráði og skólanefnd.
Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5.          Stefnumótun ÍRA
2007120016
Að ósk íþróttaráðs voru lögð fyrir fundinn drög að Íþróttastefnu Akureyrarkaupstaðar til umsagnar.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að koma athugasemdum framkvæmdaráðs á framfæri við íþróttafulltrúa.


6.          Framkvæmdamiðstöð - breyting á gjaldskrá
2010050028
Forstöðumaður gatna-, fráveitu- og hreinlætismála, Tómas Björn Hauksson, lagði fram nýja gjaldskrá fyrir Framkvæmdamiðstöð Akureyrarkaupstaðar. Með nýrri gjaldskrá á Framkvæmdamiðstöð að vera rekin án taps gagnvart aðalsjóði.
Málinu er vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar.Fundi slitið.