Framkvæmdaráð

209. fundur 30. apríl 2010
Framkvæmdaráð - Fundargerð
209. fundur
30. apríl 2010   kl. 08:17 - 10:13
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Sorpmál - útboð 2010
2010020076
Lagðar fram niðurstöður útboðs á sorphirðu í Akureyrarkaupstað.  
Hjalti Jón Sveinsson, Jón Ingi Cæsarsson, Klara Sigríður Sigurðardóttir og Petrea Ósk Sigurðardóttir fulltrúar í umhverfisnefnd sátu fundinn undir þessum lið.
Sex tilboð bárust í sorphirðu frá eftirtöldum aðilum og hafa þau verið yfirfarin og leiðrétt.

Leið A:  Sorphirða, þar sem íbúar geta flokkað úrgang við heimili í þrjú ílát, þ.e. óflokkaðan hluta, lífrænan eldhúshluta og endurvinnanlegan hluta, rekstur eins gámavallar, kynning og fræðsla fyrir íbúa.
Aðaltilboð
Leið A
Íslenska Gámafélagið ehf
932.572.000
Gámaþjónusta Norðurlands ehf
.
762.505.278
G.V. Gröfur ehf
1.176.909.632
Gullvagninn ehf
1.235.251.072
Árni Helgason ehf
1.318.947.760
Kostnaðaráætlun hönnuða
1.415.669.600


Leið B:  Sorphirða, þar sem íbúar geta flokkað úrgang við heimili í tvö ílát, þ.e. óflokkaðan hluta og lífrænan eldhúshluta (annan flokkaðan úrgang fara íbúar með á grenndarstöðvar eða á gámavöll), rekstur 12 grenndarstöðva, rekstur eins gámavallar, kynning og fræðsla fyrir íbúa.

Aðaltilboð
 Leið B
Íslenska Gámafélagið ehf
934.300.480
Gámaþjónusta Norðurlands ehf
.
622.290.102
G.V. Gröfur ehf
1.146.282.752
Gullvagninn ehf
4.842.000.000
Árni Helgason ehf
1.091.273.920
Kostnaðaráætlun hönnuða
1.130.952.800


Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir leið A, þriggja íláta tilboð Gámaþjónustu Norðurlands ehf, sem nefndin telur hagkvæmasta tilboðið, en Gámaþjónusta Norðurlands ehf var með lægsta tilboðið í báðum tilvikum.
Starfsmönnum framkvæmdadeildar eru þökkuð vel unnin störf við undirbúning og framkvæmd útboðsins.
Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.


2.          Ferliþjónusta - reglur
2005110069
Farið var yfir drög að breytingum á reglum um ferliþjónustu. Athugasemdir bárust frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Félagi eldri borgara á Akureyri, félagsmálaráði og skólanefnd.
Málinu er frestað til næsta fundar.


3.          Almenningssalerni - opnunartími
2010040028
Kynntar tillögur um opnunartíma almenningssalerna Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir óbreyttan opnunartíma almenningssalerna frá kl. 09:00-21:00.


4.          Hundahald - kvartanir 2010
2010020063
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 3. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 25. mars 2010 til framkvæmdaráðs:
a)  Lögð fram kvörtun vegna mikils fjölda af hundum og köttum á Akureyri og óþrifum sem tengjast þeim, einnig yfir lausagöngu hunda á gönguleiðinni fyrir sunnan flugbrautina.
b)  Kvartað yfir að sallinn á göngustígnum fyrir sunnan flugbrautina sé of grófur.  
Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 16. apríl 2010.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, er falið að svara erindinu m.t.t. gildandi reglna um hunda- og kattahald og þess getið að unnið verður við lokafrágang göngustígsins í sumar.
Vakin er athygli á því að samþykktirnar um hunda- og kattahald verða endurskoðaðar í heild sinni eins fljótt og kostur er.5.          Hundahald - ósk um rökstuðning vegna hækkunar á hundaleyfisgjaldi
2010030157
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 5. og 7. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 25. mars 2010 til framkvæmdaráðs:
5. liður:
Óskað var eftir rökstuðningi vegna hækkunar á hundaleyfisgjaldi og kallað eftir framkvæmdum og uppbyggingu á hundasvæði.  Talið æskilegt að meira væri um ruslafötur til að auðvelda hundaeigendum að losa sig við úrgangspoka.  Kallað er  eftir framkvæmdum í samræmi við hækkanirnar.
7. liður:
Lögð fram kvörtun vegna hækkunar á hundaleyfisgjaldi.  Talið er að  hundasvæðið á Blómsturvöllum sé algjörlega óviðunandi.  Benda á að fram kemur í Samþykkt um hundahald á Akureyri að gjöld mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd.  Óskað eftir rökstuðningi vegna hundaleyfisgjalda og kostnaðar.  Einnig er bent á að Reykjavíkurborg sjái  um að tryggja hundana sem skráðir eru. Einnig er bent á að þar sé veittur afsláttur til þeirra hundaeigenda sem hafa farið með hundana á hlýðninámskeið.
Lögðu fram göng er varða:
a)     athugasemdir við samþykkt um hundahald
b)     skilyrði til að öðlast viðurkenningu á grunnnámskeiði í hundauppeldi
c)     spurningalista til Akureyrarbæjar varðandi hundagjöld
d)     þjónustu við hundaeigendur.
Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 16. apríl 2010.
Lagt var fram minnisblað varðandi rökstuðning Akureyrarkaupstaðar vegna hundahalds bæjarbúa. Raunkostnaður við hundahald er kr. 5.742.494.  Innheimt gjöld voru samkvæmt fjárhagsbókhaldi kr. 5.596.746.  Í árslok 2009 voru 455 hundar skráðir sem gerir kr. 5.687.500 í innheimt gjöld (kr. 12.500 pr. hund) sem er kr. 54.994 lægra en raunkostnaður samkvæmt verkbókhaldi er. Inn í þennan raunkostnað vantar vinnu bæjarlögmanns, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, starfsmanns áhaldahúss Hríseyjar, afskipti starfsmanna Skógræktarfélags Eyfirðinga af hundaeigendum á útivistarsvæðunum, losun rusls og viðhaldigirðinga á hundasvæðinu að Blómsturvöllum og fleira.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að hundasvæðið við Blómsturvelli verði auglýst betur.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að svara erindinu.


6.          Stapasíða 3 - vatnsagi
2010040043
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 3.  lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 15. apríl 2010 til framkvæmdaráðs:
Íbúi mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Íbúinnn býr í Stapasíðu 3 sem hann festi kaup á árið 2001.  Fékk þá strax mikil vandamál vegna vatnsaga.  Lagði í mikinn kostnað við að leggja drenlögn í kringum húsið.  Hefur nefnt þetta við bæjarverkstjóra og telur hann sig ekki geta gert meira.
Íbúinn býr enn við þetta vandamál og getur ekki nýtt kjallara hússins fyrir vikið.  Óskar hann eftir aðgerðum bæjarins til að koma í veg fyrir þetta.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að skoða málið og svara erindinu.


7.          Miðbær - almenningssalerni
2010040042
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 2. lið í viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 7. apríl 2010 til framkvæmdaráðs.
Íbúi mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
a)  Er óánægður með þrif í Miðbænum og telur þau mál bænum til vansa.  
Hundóánægður með hundaskít á gangstéttum um allan bæ.
Vill ekkert síki.
b)  Vill starfa áfram sem salernisvörður hjá bænum í sumar.  Hann starfaði við það í þrjú sumur með sóma og telur mikla þörf á að þessu verði sinnt áfram.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að svara erindinu og tilgreina hvernig þrifum í miðbænum og fyrirkomulagi salernismála verði háttað.


8.          Melateigur - umferðarmál
2007100039
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 1. b) og c)  lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 15. apríl  2010 til framkvæmdaráðs.
Íbúi mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
b)  Vill  benda á mikinn umferðarþunga á Kjarnagötu við Naustaskóla sem skapar hættu fyrir skólabörn sem þurfa þar yfir.
c)  Að fjölga ruslafötum við gangstíga.
Framkvæmdaráð vísar b) lið til skipulagsnefndar, þar sem umferðarmál heyra undir hana.
Framkvæmdaráð vekur athygli á að um hundrað ruslafötur eru við göngustíga bæjarins en stöðugt er verið að fjölga þeim.
Fundi slitið.