Framkvæmdaráð

208. fundur 16. apríl 2010
Framkvæmdaráð - Fundargerð
208. fundur
16. apríl 2010   kl. 08:16 - 09:41
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Eva Hrund Einarsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Grassláttur - útboð 2010
2010030047
Kynntar voru niðurstöður úr útboði á grasslætti.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Adda Tryggva ehf og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að ganga frá samningi.


2.          Almenningssalerni - breytingar á  rekstri
2010040028
Kynntar voru hugmyndir Gunnars Leifs Eiríkssonar á rekstri Almenningssalerna Akureyrar.
Afgreiðslu frestað.


3.          Skógræktarfélag Eyfirðinga - endurskoðun þjónustusamnings
2009120095
Farið yfir stöðu mála í viðræðum við Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Framkvæmdaráð þakkar upplýsingarnar og leggur á það áherslu að breytingar verði gerðar á samningnum til samrýmis við núverandi stöðu en ljóst er að breytingar hafa orðið á framkvæmd samningsins frá því hann var gerður.


4.          Sorpmál - útboð 2010
2010020076
Kynntar voru niðurstöður á útboðinu  "Sorphirða í Akureyrarkaupstað - söfnun og flutningur  úrgangs". Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna.


5.          Melateigur - umferðarmál
2007100039
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 10. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 25. mars 2010 til framkvæmdaráðs:
Íbúi við Melateig kvartaði yfir að runnar við Mýrarveg, sem eru hljóðmön, eru sífellt eknir niður.  Íbúar verða þar af leiðandi fyrir ónæði.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að skoða málið og svara erindinu.


6.          Hundahald - kvartanir 2010
2010020063
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 3. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 25. mars 2010 til framkvæmdaráðs:
a)  Lögð fram kvörtun vegna mikils fjölda af hundum og köttum á Akureyri og óþrifum sem tengjast þeim, einnig yfir lausagöngu hunda á gönguleiðinni fyrir sunnan flugbrautina.
b)  Kvartað yfir að sallinn á göngustígnum fyrir sunnan flugbrautina sé of grófur.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


7.          Hundahald - ósk um rökstuðning vegna hækkunar á hundaleyfisgjaldi
2010030157
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 5. og 7. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 25. mars 2010 til framkvæmdaráðs:
5. liður:
Óskað var eftir rökstuðningi vegna hækkunar á hundaleyfisgjaldi og kallað eftir framkvæmdum og uppbyggingu á hundasvæði.  Talið æskilegt að meira væri um ruslafötur til að auðvelda hundaeigendum að losa sig við úrgangspoka.  Kallað eftir framkvæmdum í samræmi við hækkanirnar.
7. liður:
Lögð fram kvörtun vegna hækkunar á hundaleyfisgjaldi.  Telja hundasvæðið á Blómsturvöllum algjörlega óviðunandi.  Benda á að fram kemur í Samþykkt um hundahald á Akureyri að gjöld mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd.  Óskað eftir rökstuðningi vegna hundaleyfisgjalda og kostnaðar.  Einnig bent  á að Reykjavíkurborg sér um að tryggja hundana sem skráðir eru og einnig að þar sé veittur afsláttur til þeirra hundaeigenda sem hafa farið með hundana á hlíðninámskeið.
Lögðu fram göng er varða:
a)     athugasemdir við samþykkt um hundahald
b)     skilyrði til að öðlast viðurkenningu á grunnnámskeiði í hundauppeldi
c)     spurningalista til Akureyrarbæjar varðandi hundagjöld
d)     þjónustu við hundaeigendur.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


8.          Hundahald - leyfisgjald
2010030163
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 9. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 25. mars 2010 til framkvæmdaráðs:
Borin fram kvörtun vegna hundaleyfisgjalds, talið að  það  sé of hátt miðað við hvaða þjónusta er í boði.  Talið að margir skrái ekki hundana vegna lélegrar þjónustu og hárra gjalda.  Óskað er eftir að þeir sem farið hafa með hundana á viðurkennd hlíðninámskeið fái afslátt.  
Óskað eftir svörum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


9.          Keilusíða 11 - vatnsflaumur
2010030152
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 4. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 25. mars 2010 til framkvæmdaráðs:
Íbúar í Keilusíðu 11 mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Kvarta yfir vatnsflaum sem kominn er til vegna læks sem liggur neðanjarðar og lekur inn í kjallara blokkarinnar.  Búið er að drena í kringum blokkina en það dugir ekki til.  Óska eftir að bæjaryfirvöld skoði málið og grípi til viðeigandi ráðstafana.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að skoða málið og svara erindinu.

10.          Skógarlundur - hraðakstur
2010030150
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. apríl 2010 þar sem bæjarráð vísar 2. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 25. mars 2010 til framkvæmdaráðs:
Birgitta Sigurðardóttir, kt. 290462-3639 og Róbert Louis Pells, kt. 240556-2279, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Lögðu fram undirskriftalista með 60 nöfnum, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að grípa til ráðstafana til að stöðva hraðakstur um Skógarlund.
Framkvæmdaráð vísar málinu til skipulagsnefndar.
Fundi slitið.