Framkvæmdaráð

206. fundur 19. mars 2010
Framkvæmdaráð - Fundargerð
206. fundur
19. mars 2010   kl. 09:34 - 10:29
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Fjallskilasamþykkt - endurskoðun
2009040058
Tekin fyrir drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð.
Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við drögin og  felur deildarstjóra framkvæmadeildar, Helga Má Pálssyni, að skrifa umsögn samkvæmt beiðni Eyþings.


2.          Vinnuskóli 2010 - vinnutímabil
2009020146
Lagðar fram hugmyndir að breyttum vinnutíma í Vinnuskólanum.
Framkvæmdaráð leggur til að vinnufyrirkomulag Vinnuskólans verði óbreytt frá síðasta sumri enda miðast fjárhagsáætlun við það.


3.          Lífdísel - drög að samningi
2010030102
Lögð fram drög að samningi um kaup á lífdísel af Orkey ehf.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að vinna áfram að málinu.


4.          Umferðarmerkingar 2010
2010030095
Lögð fram til kynningar samningsdrög um yfirborðsmerkingar og stakar merkingar.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við Vegamálun ehf varðandi yfirborðsmerkingar og BS verktaka ehf varðandi stakar merkingar.Fundi slitið.