Framkvæmdaráð

205. fundur 19. febrúar 2010
Framkvæmdaráð - Fundargerð
205. fundur
19. febrúar 2010   kl. 08:14 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari1.          Katta- og hundahald á Akureyri
2010020078
Bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, gerði grein fyrir samþykktum um katta- og hundahald í sveitarfélaginu og þá sérstaklega í Grímsey og Hrísey.
Lögð fram fundargerð samráðsnefndar í Grímsey dags. 26. janúar 2010.  
Fjallað um ábendingar sem borist hafa um ágang katta á Akureyri og lausagöngu hunda og óþrifnað af þeim á opnum svæðum og möguleg viðbrögð.
Framkvæmdaráð telur rétt að samfara sveitarstjórnarkosningum nú í vor verði kosið um bann við katta- og hundahaldi í Grímsey og Hrísey. Ennfremur felur framkvæmdaráð deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að koma með tillögur að lausnum vegna þess vanda sem skapast hefur af ágangi katta og lausagöngu hunda og óþrifnaði af þeim á opnum svæðum og leggja fyrir ráðið.


2.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Slökkviliðsstjóri, Þorbjörn Haraldsson, sat fundinn undir þessum lið og gerði  grein fyrir niðurstöðutölum fyrir síðasta fjárhagsár.
Framkvæmdaráð þakkar slökkviliðsstjóra yfirferðina og tekur undir sjónarmið hans vegna fjárhagsramma síðasta árs. Ennfremur lýsir framkvæmdaráð yfir fullum stuðningi við slökkviliðsstjóra og þær skipulagsbreytingar sem farið hefur verið í hjá Slökkviliði Akureyrar.


3.          Trjágróður og hættutré á Íslandi
2010020044
Erindi dags. 4. febrúar 2010 frá verkfræðistofunni Eflu hf þar sem leitað er eftir stuðnings- og styrktaraðilum vegna verkefnisins "Trjágróður og hættutré á Íslandi".
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.


4.          Vegagerðin - þjóðvegir í þéttbýli - forgangsröðun
2008070051
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson, lagði  fram endurskoðaða forgangsröðun vegaframkvæmda frá júlí 2008 vegna vinnu Vegagerðarinnar að gerð nýrrar samgönguáætlunar fyrir Alþingi. Áður samþykkt samgönguáætlun Vegagerðarinnar gerði ekki ráð fyrir fjármagni til Akureyrar fyrr en á árunum 2015-2018. Nú þegar á Vegagerðin óuppgert við Akureyrarbæ vegna framkvæmda við undirgöng undir Hörgárbraut á síðasta ári.  
Framkvæmdaráð samþykkir framlagðar tillögur og leggur áherslu á að núverandi skuld verði greidd sem fyrst og að fjármagn til framkvæmda á Akureyri skv. samþykktri þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar verði tryggt.
Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að þrýsta á um að fjármagn fáist frá Vegagerðinni.Fundi slitið.