Framkvæmdaráð

204. fundur 05. febrúar 2010

Framkvæmdaráð - Fundargerð
204. fundur
5. febrúar 2010   kl. 08:18 - 10:27
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


 

Nefndarmenn Starfsmenn   Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
  Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari

 
1.          Ferliþjónusta - samkomulag milli SVA og búsetudeildar
2005110069
Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu ferliþjónustunnar.
Farið var yfir drög að breytingum á reglum um ferliþjónustu. Framkvæmdaráð samþykkir að senda drögin til búsetudeildar, skóladeildar, Sjálfsbjargar á Akureyri og Félags eldri borgara á Akureyri til umsagnar. Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.


2.          Sorpmál - framtíðarsýn
2009010228
Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson og deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson kynntu þá vinnu sem búin er við undirbúning útboðs á sorphirðu og sorpeyðingu.  Tímasetningar útboðs liggja nú fyrir, þar sem fram kemur að tilkynning  á EES svæðið verður birt 10. febrúar nk. Stefnt er að opnun tilboða 7. apríl 2010.
Framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna.


3.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2009100079
Farið var yfir lokaniðurstöðu fyrir árið 2009.  Lagt fram til kynningar.

4.          Grófargil - Kaupvangsstræti - umferðarmál
2009120063
3. liður í fundargerð bæjarráðs 17. desember 2009:
1. liður d) í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. desember 2009:
Sigmundur Einarsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann lagði til einstefnu í Grófargili. Bæjarráð vísaði liðnum til skipulagsnefndar á fundi sínum þann 17. desember 2009.  Skipulagsnefnd hefur á fundi sínum 27. janúar 2010 óskað eftir  að framkvæmdadeild leggi fram hugmyndir að hraðadempandi aðgerðum í götunni, aðrar en upphækkanir.
Helga Má Pálssyni deildarstjóra framkvæmdadeildar var falið að vinna málið áfram og leggja hugmyndir sínar fyrir framkvæmdaráð á næsta fundi.Fundi slitið.