Framkvæmdaráð

203. fundur 22. janúar 2010
Framkvæmdaráð - Fundargerð
203. fundur
22. janúar 2010   kl. 10:09 - 11:50
 Fundarherbergi FAK


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari1.          Fjárhagsáætlun 2010 - framkvæmdadeild
2009100079
Lagðar fram tillögur að framkvæmdaáætlun fyrir árin 2011-2013 ásamt greinargerð.
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarráðs.


2.          Starfsáætlanir fastanefnda fyrir árið 2010
2009110075
Lagðar fram tillögur að starfsáætlun framkvæmdaráðs ásamt greinargerð. Framhaldsumræða.
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina og þakkar fyrir ítarlega og skýra greinargerð.


3.          Kjarnaskógur - snjótroðari
2010010170
Tekið fyrir erindi dags. 13. janúar 2010 frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga þar sem farið er fram á að Akureyrarbær kaupi notaðan snjótroðara til notkunar í Kjarnaskógi.
Framkvæmdaráð samþykkir kaupin og skal kostnaðurinn við þau dragast af framkvæmdafé Skógræktarfélagsins skv. fjárhagsáætlun ársins 2010.


4.          Ferliþjónusta - ráðning fylgdarmanns í bifreiðar
2010010186
Óskað er eftir að ráða starfsmann á vegum Atvinnu með stuðningi sem fylgdarmann í bifreiðar ferliþjónustu. Um væri að ræða 3-6 mánuði til reynslu.
Framkvæmdaráð samþykkir beiðnina í allt að 6 mánuði til reynslu. Að þeim tíma liðnum skal fyrirkomulagið tekið til endurskoðunar.


5.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Tekin fyrir 3. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. desember 2009:
Gunnar Garðarsson, kt. 180364-4989, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddi um stöðuna í sorphirðumálum og hugmyndir hans um framtíðarskipan þeirra.
Framkvæmdaráð vísar til bókunar ráðsins 18. desember sl. þar sem um sama erindi er að ræða.

Fundi slitið.