Framkvæmdaráð

202. fundur 08. janúar 2010
Framkvæmdaráð - Fundargerð
202. fundur
8. janúar 2010   kl. 08:20 - 09:33
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Starfsáætlanir fastanefnda fyrir árið 2010 - framkvæmdaráð
2009110075
Farið var yfir starfsáætlun framkvæmdaráðs fyrir árið 2010.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


2.          Sorpmál - samningur við Moltu ehf
2009120097
Lögð voru fram drög að samkomulagi milli Akureyrarkaupstaðar og  Moltu ehf um móttöku og jarðgerð lífræns heimilisúrgangs. Framhaldsumræða.
Framkvæmdaráð samþykkir samkomulagið  fyrir sitt leyti.


3.          Sjúkraflutningar - endurskoðun samnings 2009-2010
2010010094
Lögð voru fram drög að samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar.
Framkvæmdaráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.Fundi slitið.