Framkvæmdaráð

201. fundur 18. desember 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
201. fundur
18. desember 2009   kl. 08:19 - 10:03
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2010 - framkvæmdadeild
2009100079
Farið var yfir fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2010.
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynntu þær breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi.

2.          Skjaldarvík - beiðni um leigu á landi
2009110023
Lagt var fram svarbréf dags. 15. desember 2009  frá Erlingi Guðmundsyni formanni  Hestamannafélagsins Léttis vegna afgreiðslu framkvæmdaráðs þann 6. nóvember 2009.
Framkvæmdaráð samþykkir beiðni Hestamannafélagsins og felur Helga Má Pálssyni deildarstjóra framkvæmdadeildar að ganga frá samkomulagi um leiguna. Leigugjöld skulu hækka til samræmis við leigugjald almennra beitarlanda Akureyrarbæjar.


3.          Skógræktarfélag Eyfirðinga - endurskoðun þjónustusamnings
2009120095
Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir stöðu þjónustusamnings dags. 24. apríl 1998 milli Akureyrarbæjar og Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Framkvæmdaráð þakkar upplýsingarnar.


4.          Strætisvagnar Akureyrar - breytingar á leiðakerfi 2010
2009120093
Farið var yfir breytingar á leiðakerfi Stætisvagna Akureyrar.
Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir breytingarnar sem taka eiga gildi um miðjan janúar 2010.


5.          Ferliþjónusta - samkomulag milli SVA og búsetudeildar
2005110069
Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu ferliþjónustu.
Framkvæmdaráð þakkar upplýsingarnar.6.          Sorpmál - samningur við Moltu ehf
2009120097
Kynnt voru drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Moltu ehf um móttöku og jarðgerð lífræns heimilisúrgangs.


Fundi slitið.