Framkvæmdaráð

200. fundur 11. desember 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
200. fundur
11. desember 2009   kl. 09:19 - 10:06
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Eva Hrund Einarsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Yndisgróður
2009120034
Erindi dags. 30. nóvember 2009 frá Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem sagt er frá verkefni þeirra sem kallast Yndisgróður. Einnig er óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ við að koma upp Yndisgarði á Akureyri. Tilgangur verkefnisins er að safna og velja út heppilegustu tegundir, kvæmi og yrki garð- og landslagsplatna fyrir íslenskar aðstæður með sérstaka áherslu á opin svæði, útivistarsvæði og skjólbelti og mynda þannig grundvöll fyrir rannsóknir og upplýsingamiðlun fyrir garð- og landslagsplöntur.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem Akureyrarbær sinnir nú þegar svipuðum verkefnum víða í bæjarlandinu.


2.          Fjárhagsáætlun 2010 - framkvæmdadeild
2009100079
Farið var yfir fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2010.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


3.          Snjómokstur 2008-2009 - fyrirspurn
2009120045
Lagt fram minnisblað framkvæmdadeildar dags. 9. desember 2009 vegna fyrirspurnar frá  Túnþökusölu Kristins um dráttarvélatíma milli framkvæmdaaðila í útboði á snjómokstri veturinn 2008-2009.
Framkvæmdaráð þakkar upplýsingarnar og felur framkvæmdadeild að svara hlutaðeigandi í samræmi við umræður á fundinum.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að jafnræðis sé gætt við úthlutun snjómokstursverkefna á vegum bæjarins með tilliti til afkasta og getu tækja til að sinna snjómokstri hverju sinni.


4.          Akureyrarvöllur
2009110136
Lagður fram 2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. nóvember 2009 sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 3. desember 2009 til framkvæmdaráðs.  Ábending um að gera göngustíg meðfram Akureyrarvelli.  Nú væri lag þar sem framkvæmdir eru nú við völlinn.
Málið er á hönnunarstigi en stefnt er að lagningu stígs á umræddu svæði. Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að svara hlutaðeigandi í samræmi við stöðu mála.


5.          Sorpmál - framtíðarsýn
2009010228
Lagður fram 4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. nóvember 2009 sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 3. desember 2009 til framkvæmdaráðs. Lýst var yfir áhyggjum af sorpmálum og fyrirætlunum bæjarins í þeim efnum. Vísað var til bókunar í 1. lið í fundargerð umhverfisnefndar frá 1. október 2009 um framtíðarsýn.  Efasemdir komu fram um þriggja tunnu kerfi og að kostnaðurinn yrði mjög mikill fyrir íbúana við að koma sér upp aðstöðu fyrir tunnurnar.  Talið var að hægt væri að leysa sorpmálin með einfaldari og ódýrari hætti. Íbúar ættu að eiga val um  fleiri kosti í úrgangsmálum og hafa eitthvað að segja um í hvað fjármunirnir fara.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða leið verði farin í sorphreinsimálum á Akureyri. Stefnt er að útboði á sorphreinsun innan tíðar og mun útboðið leiða til lykta hver framkvæmdin verður. Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að svara hlutaðeigandi í samræmi við stöðu málsins.


6.          Oddeyrargata - hraðakstur
2009110138
 Lagður fram 5. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. nóvember 2009 sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 3. desember 2009 til framkvæmdaráðs. Rætt um Oddeyrargötuna og framkvæmdir við hana. Talið að aðgengi fyrir fótgangandi í námunda við Amtsbókasafnið væri ekki gott að mati fyrirspyrjanda. Minnst á hraðakstur í Oddeyrargötunni og talið að hraðinn hafi aukist. Einnig kom fram að gangbraut vanti  yfir götuna út frá Amtsbókasafninu.  Síðastliðið sumar þegar hraðahindranirnar voru settar í Grófargilið jókst umferðin í Oddeyrargötunni því margir fóru frekar þar um en um Grófargil.  Nú vanti að ná hraðanum niður.  Íbúarnir eru ekki sáttir.  Laga þarf umferðaröryggi fyrir fótgangandi í kringum Amtsbókasafnið.
Umferðarmálin heyra undir skipulagsnefndina og er málinu vísað til hennar.


7.          Helgamagrastræti - hraðakstur
2009110139
Lagður fram 6. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. nóvember 2009 sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 3. desember  2009 til framkvæmdadeildar. Ræddur hraðakstur í Helgamagrastræti. Sagt var að fjölmörg umferðaróhöpp hefðu orðið.  Óskað er eftir úrbótum.
Umferðarmálin heyra undir skipulagsnefndina og er málinu vísað til hennar.Fundi slitið.