Framkvæmdaráð

199. fundur 13. nóvember 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
199. fundur
13. nóvember 2009   kl. 10:00 - 12:12
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Farkort í leigubíla fyrir fatlaða -  endurskoðun reglna um gjaldtöku
2008040049
Endurskoðun reglna og fyrirkomulags ferlimála í samvinnu við búsetudeild.
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA sat fundinn undir þessum lið
Deildarstjóri framkvæmdadeildar Helgi Már Pálsson gerði grein fyrir þeirri vinnu sem í gangi er um endurskoðun reglna og fyrirkomulag ferlimála. Unnið verður áfram að málinu.
Framkvæmdaráð samþykkir að hækka endurgreiðslu bæjarins vegna farkorta í leigubíla fyrir fatlaða úr kr. 400 í kr. 800 annars vegar og úr kr. 600 í kr. 1.000 hins vegar.


Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi kl. 11:34.


2.          Fjárhagsáætlun 2010 - framkvæmdadeild
2009100079
Farið var yfir fjárhagsáætlun framkvæmdadeildar vegna ársins 2010.  Rædd var rekstaráætlun ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA sat fundinn undir þessum lið
Framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarráðs.
Framkvæmdaráð samþykkir jafnframt að fela Jakobi Björnssyni, Jóni Birgi Gunnlaugssyni ásamt Karli Guðmundssyni að vinna að endurskoðun þjónustusamnings milli Akureyrarbæjar og Skógræktarfélags Eyjafjarðar.
Framkvæmdaráð samþykkir ennfremur að farið verði í endurskoðun á leiðakerfi SVA.  
Framkvæmdaráð samþykkir einnig að gera breytingar á fyrirkomulagi snjómoksturs þannig að boðin verði út ákveðin hverfi. Framkvæmdadeild er falið að undirbúa breytinguna og útboðsgögn. Á meðan breytingarnar eru í vinnslu er ákveðið að framlengja núverandi fyrirkomulag til 1. maí 2010.Fundi slitið.