Framkvæmdaráð

198. fundur 06. nóvember 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
198. fundur
6. nóvember 2009   kl. 09:38 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jakob Björnsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Skjaldarvík - beiðni um leigu á landi
2009110023
Tekin var fyrir ósk Hestamannafélagsins Léttis um leigu á 43 hektara landi í Skjaldarvík til endurleigu fyrir félagsmenn sína.
Framkvæmdaráð samþykkir leigu svæðisins og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að ganga til samninga við Hestamannafélagið Létti í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á fundinum.


2.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Farið yfir fjárhagsáætlun framkvæmdadeildar vegna ársins 2010.  Rædd var rekstaráætlun ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.  
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í endurskoðun á samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga, en að öðru leyti verður unnið áfram að gerð fjárhagsáætlunarinnar á næsta fundi.


Baldvin H. Sigurðsson vék af fundi  kl.  10:54.Fundi slitið.