Framkvæmdaráð

197. fundur 23. október 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
197. fundur
23. október 2009   kl. 09:40 - 10:56
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Hörgárbraut - undirgöng
2009010001
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 13. október 2009:
Oddur Helgi Halldórsson lýsti áhyggjum af að skólabörn nýti sér ekki nægilega undirgöng undir Hörgárbraut heldur fari ennþá yfir götuna.
Framkvæmdaráð hvetur framkvæmdadeild til að flýta verklokum og hafa gott samstarf við alla þá aðila sem málið varðar.


2.          Sláttur - þjónustusamningur 2010-2012
2009100078
Samningar við tvo verktaka í grasslætti eru útrunnir og taka þarf ákvörðun um áframhaldið. Um er að ræða grasslátt í Hrísey og eitt hverfi á Akureyri.
Framkvæmdaráð samþykkir að bjóða út grasslátt í Innbæ, Oddeyri, Naustahverfi og neðri Brekku eins og verið hefur en Akureyrarbær mun sjálfur sjá um grasslátt í Hrísey.

Hjalti Jón Sveinsson mætti á fundinn kl. 09:59.


3.          Heilbrigðisráðnuneytið - úttektarskýrsla vegna 3ja samninga við Akureyrarbæ
2009100076
Akureyrarbær er með þrjá samninga við heilbrigðisráðuneytið, um framkvæmd sjúkraflutninga Slökkviliðs Akureyrar, um rekstur heilsugæslunnar og rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar. Til stendur að endurnýja samningana og af því tilefni hefur ráðuneytið framkvæmt úttekt á samningunum til að kanna hvort og þá að hvaða leyti framkvæmd er ekki í fullu samræmi við samninga.  Þannig er gert ráð fyrir að vísbendingar fáist um það á hvern hátt nýr samningur þurfi að breytast. Úttektin er gerð í samræmi við 17. gr. reglugerðar nr. 343/2006 um rekstrarverkefni sem ráðuneytið og ríkisstofnanir gera til lengri tíma en eins árs. Úttektin var unnin af Vottun ehf og fulltrúa Landlæknisembættisins.
Til umfjöllunar í framkvæmdaráði  var samningur Akureyrarbæjar við heilbrigðisráðuneytið um framkvæmd sjúkraflutninga.
Framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju með að niðurstaða úttektarinnar var góð og að framkvæmdin sé innan marka samningsins. Ekkert var greint sem taldist vera frávik frá samningnum.


4.          Sjúkraflug - samningur við Sjúkratryggingar Íslands
2005120054
Kynnt voru drög að samningi við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu sjúkraflutningamanna vegna sjúkraflugs.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og fagnar því að samningar hafi náðst um framkvæmd sjúkraflutninga. Samningnum vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.


5.          Fjárhagsáætlun 2010 - framkvæmdadeild
2009100079
Farið var yfir drög að nýrri áætlun fyrir aðalsjóð hvað málefni framkvæmdaráðs varðar.
Umræðum um fjárhagsáætlun verður fram haldið á næsta fundi.


Fundi slitið.