Framkvæmdaráð

196. fundur 09. október 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
196. fundur
9. október 2009   kl. 09:20 - 10:28
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jakob Björnsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Hálkuvarnir 2009-2010
2009090109
Kynnt var fyrirkomulag hálkuvarna veturinn 2009-2010.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna og lýsir ánægju með ákvörðun umhverfisnefndar.


2.          Sorpmál - framtíðarsýn
2009010228
Deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnti fyrirkomulag varðandi flokkun og sorphirðu á Akureyri sem stefnt er að í byrjun árs 2010.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með það fyrirkomulag sem stefnt er að.
       
Formaður Helena Þ. Karlsdóttir vék af fundi kl. 10:05 og varaformaður Elín Margrét Hallgrímsdóttir tók við fundarstjórn


3.          Umferðaröryggisáætlun 2002-2012
2006010095
Tekin var fyrir beiðni Péturs Bolla Jóhannessonar skipulagsstjóra um að framkvæmdaráð tilnefni fulltrúa í vinnuhóp til að vinna að umferðaröryggisáætlun í samráði við fulltrúa Umferðarstofu. Í vinnuhópnum sitja einnig Unnsteinn Jónsson og Pétur Bolli Jóhannesson.
Framkvæmdaráð tilnefnir Helga Má Pálsson deildarstjóra framkvæmdadeildar og Jón Erlendsson í vinnuhópinn.Fundi slitið.