Framkvæmdaráð

195. fundur 25. september 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
195. fundur
25. september 2009   kl. 08:15 - 09:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Slökkvistöð Akureyrar - breytingar á fyrirkomulagi utanbæjarflutninga
2009090001
Erindi dags. 31. ágúst 2009 frá framkvæmdastjóra Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varðandi breytingar á vakta- og vinnufyrirkomulagi Slökkviliðs Akureyrar. 
Bæjarráð vísaði málinu til framkvæmdaráðs á fundi sínum 3. september sl. Málið var  áður á dagskrá framkvæmdaráðs 18. september sl. en þá fól framkvæmdaráð deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni og slökkviliðsstjóra Þorbirni Haraldssyni að vinna áfram að málinu og koma með tillögur í samræmi við umræður á fundinum.
Slökkviliðsstjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mættu á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir framkomnar tillögur um Slökkvilið Akureyrar sem felast í breytingum á skipuriti slökkviliðsins, bakvaktafyrirkomulagi, utanbæjarflutningum og sjúkraflugi sem taka gildi 1. janúar 2010. Jafnframt er deildarstjóra framkvæmdadeildar og slökkviliðsstjóra falið að vinna frekar að framgangi breytinganna í samræmi við umræður á fundinum.


2.          Slökkvilið Akureyrar - samþykkt
2009090097
Endurskoðun á samþykkt SA frá 6. júní 1989.  Um er að ræða 8. gr. sem fjallar um þrekpróf og reykköfun,  sbr. framlagt fylgiskjal og tillögu að breytingu.
Framkvæmdaráð samþykkir breytingu á 8. gr. og telur jafnframt að breyta þurfi samþykktum slökkviliðsins til samræmis við samþykktir um framkvæmdaráð.


3.          SBA-Parts ehf - ósk um kaup á strætisvagni
2009090095
Erindi frá SBA  um kaup á strætisvagninum A-7339 af Mercedes Benz 305 gerð, árgerð 1985.
Framkvæmdaráð samþykkir erindið.Fundi slitið.