Framkvæmdaráð

194. fundur 18. september 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
194. fundur
18. september 2009   kl. 08:15 - 10:02
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Slökkvistöð Akureyrar - breytingar á fyrirkomulagi utanbæjarflutninga
2009090001
Erindi dags. 31. ágúst 2009 frá framkvæmdastjóra Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varðandi breytingar á vakta- og vinnufyrirkomulagi Slökkviliðs Akureyrar. Framhaldsumræða.
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri, Ingimar Eydal aðstoðarslökkviliðsstjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mættu á fundinn undir þessum lið.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni og slökkviliðsstjóra falið að vinna áfram að málinu og koma með tillögur fyrir næsta fund.


2.          Gránufélagsgata - umhirða svæðis
2009090064
Erindi dags. 17. ágúst 2009 frá hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands varðandi umhirðu svæðisins sunnan Gránufélagsgötu, milli Sjávargötu og Laufásgötu.
Framkvæmdaráð samþykkir að koma að framkvæmdum á svæðinu og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni að ræða við forráðamenn Akureyrarhafnar um aðkomu bæjarins með fyrirvara um að framkvæmdin rúmist innan fjárhagsáætlunar.


3.          Eyrarlandsvegur - endurgerð
2009060156
Lögð var fram kostnaðaráætlun og teikningar af útsýnispalli við Eyrarlandsveg.
Framkvæmdaráð samþykkir gerð útsýnispalls í samræmi við umræður á fundinum.


4.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Farið var yfir endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.
Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.Fundi slitið.