Framkvæmdaráð

193. fundur 04. september 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
193. fundur
4. september 2009   kl. 09:40 - 11:42
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Farið yfir endurskoðun fjárhagsáælunar 2009 .
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð þakkar yfirferðina og frestar afgreiðslu til næsta fundar.


2.          Slökkvilið Akureyrar - breytingar á fyrirkomulagi utanbæjarflutninga
2009090001
Erindi dags. 31. ágúst 2009 frá framkvæmdastjóra Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varðandi breytingar á vakta- og vinnufyrirkomulagi Slökkviliðs Akureyrar.
Bæjarráð vísaði málinu til framkvæmdaráðs á fundi sínum 3. september sl.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu. Deildarstjóra framkvæmdadeildar og slökkviliðsstjóra er falið að vinna frekar að málinu og leggja fyrir næsta fund.


3.          Heilsugæslustöðin á Akureyri - aðgengi fatlaðra
2009030100
Lagður fram til kynningar 3. liður í fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 26. júní 2009, þar sem nefndin telur að bæta verði aðgengi að Heilsugæslustöðinni með eftirfarandi aðgerðum:
Setja stæði fyrir fatlaða í göngugötu, tryggja aðgengi með skábraut  inn í húsið frá sömu götu og skipta um lyftu í húsnæði stofnunarinnar, enda er hún fyrir löngu úr sér gengin. Ábendingunni verði komið til Fasteignaskrifstofu heilbrigðisráðuneytis, Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, framkvæmdaráðs og bæjarráðs.
Framkvæmdaráð vísar málinu til skipulagsnefndar.Fundi slitið.