Framkvæmdaráð

191. fundur 10. júlí 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
191. fundur
10. júlí 2009   kl. 09:25 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jónas Valdimarsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Eyrarlandsvegur - endurgerð
2009060156
Miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:00 voru tilboð opnuð í verkið Eyrarlandsvegur 2009 - Hellulögn 2009. Eitt tilboð barst frá Túnþökusölu Kristins og hljóðaði það upp á kr. 13.363.600.
Framkvæmdaráð hafnar tilboðinu þar sem það er yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Starfsmönnum framkvæmdadeildar er falið að bjóða verkið út að nýju.


2.          Miðhúsabraut - göngu- og hjólaleiðir frá Lundarskóla
2009060136
Tekið fyrir erindi dags. 15. júní 2009 frá Þórhildi Helgu Þorleifsdóttur skólastjóra Lundarskóla þar sem starfsfólk Lundarskóla beinir þeim tilmælum til ráðamanna Akureyrarbæjar að leita leiða til að tryggja örugga leið gangandi og hjólandi vegfarenda undir eða yfir Miðhúsabrautina norðvestan við Bónus áleiðis á Golfvallarveg og inn á göngustíg austan við Golfvöllinn. Nemendur og starfsfólk Lundarskóla fengu á vordögum úthlutað reit í Naustaborgum sem nýttur verður sem útiskólastofa á næstu árum.
Framkvæmdadeild felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að svara erindinu.


3.          Dýrahald á Akureyri - samþykktir
2009050145
Almennar umræður um dýrahald í lögsagnarumdæmi Akureyrar, samþykktir, reglugerðir og fleira.
Rætt um samþykktir Akureyrarbæjar um dýrahald. Starfsmönnum framkvæmdadeildar falið að vinna áfram að málinu.


4.          Göngugatan - lokanir 2009
2009070021
Rætt um lokun göngugötunnar.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að göngugatan er vistgata og í ljósi viðburða helgarinnar verði göngugatan lokuð á hádegi í dag föstudag og fram á sunnudag. Deildarstjóra falið að ræða við miðbæjarsamtökin varðandi lokun á góðviðrisdögum í sumar.Fundi slitið.