Framkvæmdaráð

190. fundur 12. júní 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
190. fundur
12. júní 2009   kl. 08:15 - 09:36
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Ráðhústorg - graslagning
2009020013
Málið tekið fyrir að nýju, en ákvörðun var frestað á 183. fundi framkvæmdaráðs dags. 6. febrúar sl.
Vegna þröngrar fjárhagsstöðu Akureyrarbæjar verður Ráðhústorg ekki þökulagt á þessu sumri.


2.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Staða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir stöðu fjárhagsáætlunar Slökkviliðs Akureyrar og tillögur til hagræðingar kynntar. Einnig var rætt um ný þrekpróf starfsmanna.
Framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við framlagðar tillögur slökkviliðsstjóra og felur honum að fara í þær aðgerðir sem kynntar voru og gera tillögur að nýjum reglum um þrekpróf.


3.          Farkort í leigubíla fyrir fatlaða - athugasemd við gjaldtöku
2008040049
Lögð fram bókun 8. fundar stjórnar Sjálfsbjargar á Akureyri sem haldinn var 27. maí 2009.
Unnið er að endurskoðun reglna og fyrirkomulags ferlimála í samvinnu við búsetudeild og er fjárhæð farkorta fyrir fatlaða meðal þess sem er til skoðunar.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar er falið að svara erindi Sjálfsbjargar í samræmi við umræður á fundinum.


4.          Fráveitumál sláturhúss B. Jensen ehf. að Lóni
2009060074
Erindi dags. 3. júní 2009 frá Hörgárbyggð varðandi fráveitumál sláturhúss B. Jensen ehf. að Lóni.
Við frumathugun á málinu kom í ljós að hugsanlega sé hagkvæmast að sláturhúsið tengist fráveitu Akureyrarbæjar í Sjafnargötu. Óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um hvort það sé tæknilega og fjárhagslega fær leið.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að ræða við fulltrúa Hörgárbyggðar um framhald málsins.


5.          Strætisvagnar Akureyrar - Orkusetur - tillaga að samstarfi
2009060076
Erindi frá Orkusetri þar sem óskað er eftir samstarfi við SVA um lækkun olíukostnaðar fyrir strætisvagna.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar og forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar að ræða við Orkusetrið og skoða þá möguleika sem felast í tillögum þess.


6.          Mannvit hf - lífdísill sem eldsneyti
2009060099
Erindi dags. 10. júní 2009 frá Mannviti hf verkfræðistofu þar sem lagt er til að SVA hefji tilraunir með notkun lífdísils sem eldsneyti á einn eða fleiri strætisvagna. Fyrirtækið myndi leggja til lífdísil SVA að kostnaðarlausu.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar og forstöðumann Strætisvagna Akureyrar að ræða við Mannvit og skoða þá möguleika sem felast tillögum þess.


7.          Miðhúsabraut - Fjólugata
2009050154
Lagður fram til kynningar 6. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. maí 2009 sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 4. júní 2009 til framkvæmdadeildar.
Svala Gunnarsdóttir gagnrýnir moldarhauga við Miðhúsabraut gegnt Lækjargili. Hún óskaði eftir lagfæringu og taldi þá geta valdið slysahættu.
Svala spurðist einnig fyrir um malbikun Fjólugötu.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar var falið að svara erindinu.


8.          Melateigur - umferðarmál
2007100039
Lagður fram til kynningar 4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. maí 2009 sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 4. júní sl. til framkvæmdadeildar.
Björn Sigmundsson mætti í 3ja sinn í viðtalstíma bæjarfulltrúa vegna Melateigs 15.  Hljóðgarður norðan Miðhúsabrautar er of lágur og gerir ekki gagn.  Spyr um niðurstöðu hljóðmælinga sem átti að gera í fyrra.  
Björn hefur líka áhyggjur af gönguleiðum yfir Miðhúsabraut þegar skóli hefst í Naustahverfi.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar var falið að svara erindinu.


9.          Lystigarður Akureyrar - viðhald girðingar
2009050082
Lagður fram til kynningar 3. liður í fundargerðum viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí sl. sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 4. júní 2009 til framkvæmdadeildar.
Stefán Jónsson benti á þörfina fyrir viðhald við girðingu kringum Lystigarðinn.  Stakk upp á að gera þetta að atvinnuátaksverkefni.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar var falið að svara erindinu.


10.          SVA - ábendingar og kvartanir 2008-2009
2008120028
Lagður fram til kynningar 1. liðir í fundargerðum viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí 2009 og 28. maí 2009 sem bæjarráð vísar á fundi sínum 4. júní 2009 til framkvæmdadeildar.
Áslaug Ásgeirsdóttir er ósátt við að strætisvagnar aki ekki um helgar og spurði hvort ákvörðun um að hætta akstri um helgar í sumar yrði endurskoðuð.  Rætt var vítt og breytt um sparnað og afleiðingar hans. Áslaug segir marga vilja borga í strætisvagnana frekar en að draga úr þjónustu um helgar.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar var falið að svara erindinu.

Fundi slitið.