Framkvæmdaráð

189. fundur 22. maí 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
189. fundur
22. maí 2009   kl. 08:15 - 09:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari1.           Grenndarstöðvar og úrgangsmál - kynning
2009050009
Tekið fyrir erindi sem vísað var til framkvæmdaráðs frá  fundi bæjarráðs 7. maí 2009 og varðar grenndarstöðvar og úrgangsmál.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að kanna áframhaldandi leiðir með útboð í huga.


2.          Búfjárleyfi og beitarlönd - fyrirspurn vegna hækkunar gjalda
2009040072
Erindi dags. 20. apríl 2009 frá Jóni Stefáni Sigurbjörnssyni þar sem óskað var eftir svörum við því hvers vegna búfjárleyfi og leiga fyrir beitarlönd hafi hækkað um 50% milli ára.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.


3.          Umferðarstýrð ljós - Bugðusíða og Borgarbraut
2009040002
Tekið fyrir svar frá skipulagsnefnd vegna erindis framkvæmdaráðs dags. 28. apríl 2009 þar sem óskað var álits skipulagsnefndar um að biðskylda verði staðsett á Borgarbraut í stað Bugðusíðu.
Samkvæmt svari skipulagsnefndar er mælt með gerð hringtorgs á gatnamótunum og þ.a.l. meiri kostnaði við framkvæmdina en ráð var fyrir gert.
Framkvæmdaráð vísar því málinu til bæjarráðs þar sem það hefur í för með sér kostnað sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.


4.          Jaðar - Golfklúbbur - stærra landsvæði
2009050101
Erindi til skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009 þar sem Halldór M. Rafnsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, óskar eftir landsvæði fyrir grasbanka, æfingar- og aukagolfvöll. Svæðið afmarkast af núverandi vallarmörkum í norðri, vinnusvæði Vegagerðarinnar, núverandi reiðgötu í vestri og Miðhúsabraut. Meðfylgjandi er afstöðumynd og nánari skýringar í bréfi.
Lagt fram til kynningar.


5.          Dýrahald á Akureyri
2009050145
Umræður um dýrahald á Akureyri.
Framkvæmdadeild er falið að fara yfir þær samþykktir sem um dýrahald gilda á Akureyri og leggja fram tillögur til breytinga á þeim ef þess gerist þörf.

Fundi slitið.