Framkvæmdaráð

187. fundur 17. apríl 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
187. Fundur
17. apríl 2009   kl. 10:00 - 10:38
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Eva Hrund Einarsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Umferðarstýrð ljós - Bugðusíða og Borgarbraut
2009040002
Kynntar voru tillögur að lausnum  frá Verkfræðistofunni Eflu ehf. vegna gatnamóta Bugðusíða/Borgarsíða, sem byggir á umferðartalningum á gatnamótunum. Framhaldsumræða frá síðasta fundi.
Framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar um að biðskylda verði á Borgarbraut gagnvart Bugðusíðu.


2.          Forvarnastefna - staða verkefna og endurskoðun 2007-2009
2007090104
Forvarnastefna Akureyrarbæjar. Tekið fyrir erindi sem frestað var á síðasta fundi.
Varafomanni falið að ræða við forvarnafulltrúa um endurskoðun á forvarnastefnu Akureyrarbæjar.


3.          Arnþór Ólafsson - saltburður á götur - bílastæði fatlaðra - bílastæðaklukkur
2009030100
Arnþór Ólafsson, kt. 130371-5589, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa varðandi eftirfarandi:
a)  Kvartar undan saltburði á götur vegna ryðáhrifa á bíla.
b)  Beinir þeim tilmælum til viðkomandi að sett verði eða merkt bílastæði fyrir fatlaða nærri Krónunni og Heilsugæslustöðinni í göngugötunni, Hafnarstræti.
c)  Lýsti yfir ánægju með bílastæðaklukkurnar og vonaðist til að þær yrðu notaðar áfram.
Bæjarráð vísar bókuninnni til skoðunar hjá framkvæmdadeild.
Til kynningar.
Samþykkt að vísa b-lið til samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra.


Hermann Jón Tómasson vék af fundi kl 10:20.Fundi slitið.