Framkvæmdaráð

186. fundur 03. apríl 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
186. fundur
3. apríl 2009   kl. 08:20 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Farið yfir stöðu  fjáhagsáætlunar 2009 fyrir þá málaflokka sem heyra undir framkvæmdadeild.
Lagt fram til kynningar.


2.          Ferliþjónusta - samkomulag milli SVA og búsetudeildar
2005110069
Farið var yfir málefni um ferliþjónustu og kynnt drög að breytingum vegna reglna um ferliþjónustu.
Stefán Baldurson forstöðumaður SVA mætti á fundinn undir þessum lið.
Formanni framkvæmdaráðs, deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni og forstöðumanni SVA falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við búsetudeild.


3.          Vinnuskóli 2009 - vinnutímabil
2009020146
Lagðar fram tillögur um breytingu á vinnutíma.
Framkvæmdaráð samþykkir að vikufjöldi Vinnuskólans sumarið 2009  verði 6 vikur og að ekki verði unnið á föstudögum. Samþykkt að vinnudagur 14 og 15 ára  verði 3 klst. á dag og 6 klst. hjá 16 ára ungmennum.


4.          Umferðarstýrð ljós - Bugðusíða og Borgarbraut
2009040002
Tekið fyrir erindi dags. 12. mars 2009 frá skipulagsnefnd um að staðsett verði umferðarstýrð ljós á gatnamótum Bugðusíðu og Borgarbrautar.
Erindið er lagt fram til kynningar. Deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni er falið að skoða málið m.t.t. lausna.


5.          Framkvæmdamiðstöð - vinnuhópur
2006110120
Umræður um stöðu Framkvæmdamiðstöðvar.
Lagt fram til kynningar


6.          Forvarnastefna - staða verkefna og endurskoðun 2007-2009
2007090104
Farið yfir forvarnastefnu Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar.Fundi slitið.