Framkvæmdaráð

185. fundur 13. mars 2009

Framkvæmdaráð - Fundargerð
185. fundur
13. mars 2009   kl. 08:15 - 09:22
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


 

Nefndarmenn Starfsmenn   Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Eva Hrund Einarsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
  Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari

 
1.          Norðurbik ehf. - malbiksframleiðsla
2009030007
Erindi dags. 27. febrúar 2009 frá Inga Friðbjörnssyni og Kristjáni Bergi Árnasyni f.h. Norðurbiks ehf. þar sem vakin er athygli á starfsemi fyrirtækisins.
Lagt fram til kynningar.


2.          Ólafur Kjartansson - ýmislegt
2009020120
Teknir fyrir a, b og c liðir athugasemda frá Ólafi Kjartanssyni sem vísað var til framkvæmdaráðs úr viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 12. febrúar 2009.  
Deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.


3.          Naustahverfi - uppbygging hverfis- og grenndarvalla
2009020167
Erindi dags. 17. febrúar 2009 frá Hrafnhildi E. Karlsdóttur formanni hverfisnefndar Naustahverfis þar sem vísað er í samtal fomanns nefndarinnar við deildarstjóra framkvæmdadeildar 15. janúar sl., þar sem fram kom forgangsröðun á uppbyggingu hverfis- og grenndarvalla í Naustahverfi. Hverfisnefnd Naustahverfis óskaði eftir því að uppbygging vallanna verði tekin til endurskoðunar.  Vilji er fyrir því að nýta það fjármagn sem er til framkvæmda sem best og er óskað eftir nánara samráði við íbúana t.d. í gegnum hverfisnefndina.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni,að ræða við bréfritara.


4.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnti endurskoðaðar tillögur að  3ja ára framkvæmdaáætlun Framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun eignarsjóðs gatna fyrir sitt leyti.
Framkvæmdaráð samþykkir að velja tillögu "D" sem gerir ráð fyrir að framkvæmdir við fráveitu hefjist árið 2010 og ljúki 2012. Báðum áætlununum er vísað til bæjarráðs.
       


Jóhannes Gunnar Bjarnason fulltrúi Framsóknarflokks óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:
Ég samþykki fyrirliggjandi 3ja ára áætlun en vek athygli á eftirfarandi. Um langt árabil hefur fé til viðhaldsverkefna á gatnakerfi bæjarins verið of lítið. Gatnakerfið hefur mjög látið á sjá og nauðsynlegt að breyta hugarfari gagnvart viðhaldi. Samhengi milli nýframkvæmda og viðhalds  hefur ekki verið til staðar í mörg ár og því þarf að breyta.


Fundi slitið.