Framkvæmdaráð

184. fundur 20. febrúar 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
184. fundur
20. febrúar 2009   kl. 08:15 - 08:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Starfsáætlun framkvæmdaráðs 2007-2010
2008010157
Forstöðumenn umhverfismála og gatna- og fráveitumála, kynntu stöðu starfsáætlunar framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð ræddi starfsáætlunina með tilliti til stöðu mála.


2.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Kynntar tillögur að endanlegri samþykktri framkvæmdaáætlun ársins 2009.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögurnar.


3.          Leikskólinn Naustatjörn - útivistarsvæði í Naustaborgum
2009020078
Tekið fyrir erindi dags. 9. febrúar 2009 frá umhverfisnefnd leikskólans Naustatjarnar f.h. kennara og barna í leikskólanum þar sem óskað er eftir samvinnu við bæjaryfirvöld vegna notkunar á útivistarsvæði í Naustaborgum.
Framkvæmdaráð samþykkir að ákveðið svæði verði grisjað og að komið verði upp grillaðstöðu. Að öðru leyti er erindinu vísað til skólanefndar og skipulagsnefndar.


4.          Vinnuskóli 2009 - vinnutímabil
2009020146
Forstöðumaður umhverfismála kynnti tillögur að breytingum á vinnutímabili 16 ára unglinga.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögurnar.Fundi slitið.