Framkvæmdaráð

183. fundur 06. febrúar 2009
Framkvæmdaráð - Fundargerð
183. fundur
6. febrúar 2009   kl. 08:15 - 09:05
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Eva Hrund Einarsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Sjúkraflug - samningur við Sjúkratryggingastofnun
2005120054
Tekið fyrir að nýju óformlegt erindi frá Sjúkratryggingastofnun sem frestað var á fundi framkvæmdaráðs þann 16. janúar 2009.
Karl Guðmundsson bæjarritari sat  fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð lýsir sig reiðubúið að ganga til  samninga við Sjúkratryggingastofnun óski hún þess.  


2.          Opin leiksvæði - gamlir gæsluvellir
2009020019
Tekið fyrir erindi dags. 27. janúar 2009 frá Maríu Arngrímsdóttur f.h. Félags daggæslufólks á Akureyri varðandi Byggðavöll og lögð fram ný áætlun um endurgerð leiksvæða.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu. Daggæslufólki er bent á leiksvæðið við Lundarvöll.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða áætlun um endurgerð leiksvæða.


3.          Matjurtagarðar
2009020011
Umræða um hvort Akureyrarbær muni bjóða bæjarbúum upp á leigu á matjurtagörðum líkt og mörg sveitarfélög landsins hafa gert.
Framkvæmdaráð samþykkir að bjóða íbúum Akureyrarbæjar aðgang að matjurtagörðum sunnan gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri og felur framkvæmdadeild að vinna frekar að málinu.


4.          Ráðhústorg - graslagning
2009020013
Umræður um hvort leggja eigi gras á Ráðhústorg að nýju í sumar. Kostnaðaráætlun var  lögð fram á fundinum.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins þar til búið er að kynna tillögur að Miðbæjarskipulagi sem fyrirhugað er á næstu vikum.Fundi slitið.