Framkvæmdaráð

182. fundur 16. janúar 2009

Framkvæmdaráð - Fundargerð
182. fundur
16. janúar 2009   kl. 08:15 - 10:08
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


 

Nefndarmenn Starfsmenn   Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
  Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari

 
1.          Sjúkraflug - samningur við Sjúkratryggingastofnun
2005120054
Sjúkratryggingastofnun hefur með óformlegum hætti óskað eftir tilboðum frá Slökkviliði Akureyrar í þjónustu við sjúkraflug. Meðfylgjandi eru minnisblöð dags. 14. janúar 2009 varðandi málið.
Karl Guðmundsson bæjarritari og Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sátu fundin undir þessum lið.
Málinu er frestað til næsta fundar.


2.          Slökkvilið Akureyrar - gjaldskrá
2009010158
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir nýrri gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.


3.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Deildarstjóri framkvæmdadeildar gerði grein fyrir fjárhagsáætlun framkvæmdadeildar eftir breytingar oddvita flokkanna.
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sat fundin undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og samþykkir jafnframt að  helgarakstur SVA verði felldur niður frá 1. maí - 31. ágúst 2009.


4.          Hálkuvarnir
2008120071
Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Brynjólfssyni sem hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 11. desember 2008 og spurðist fyrir um saltburð á götur ásamt máli er varðar starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar.
Bæjarráð vísaði erindinu til framkvæmdaráðs þann 18. desember sl.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni að svara erindinu.


5.          Hálkuvarnir - saltburður á götur bæjarins
2008020070
Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Aðalbjörnssyni sem mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 11. desember 2008 og kvartaði yfir saltdreifingu. Bæjarráð vísaði erindinu til framkvæmdaráðs þann 18. desember sl.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni að svara erindinu.


6.          Hrísey - vegaframkvæmdir
2008120062
Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Þorsteinssyni sem hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 11. desember 2008 og ræddi lélegt ástand Austurvegar og Eyjabyggðavegar í Hrísey.
Bæjarráð vísaði erindinu til framkvæmdaráðs þann 18. desember sl.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni að svara erindinu.Fundi slitið.