Framkvæmdaráð

181. fundur 12. desember 2008

Framkvæmdaráð - Fundargerð
181. fundur
12. desember 2008   kl. 11:00 - 12:15
Hótel Kea


 

Nefndarmenn Starfsmenn   Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
  Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Stefán Baldursson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari

 
1.          SVA - ósk um kaup á notuðum strætisvagni
2008110049
Tekin fyrir á ný beiðni Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar um kaup á notuðum strætisvagni frá sérleyfisbílum Keflavíkur vegna alvarlegrar bilunar í næstelsta strætisvagni Akureyrarkaupstaðar.
Framkvæmdaráð samþykkir kaupin fyrir sitt leyti og vísar erindinu til bæjarráðs.


2.          Akstur fyrir ferliþjónustu fatlaðra - verðfyrirspurn
2008110020
Lögð fram gögn sem sýna samanburð á þjónustu vegna aksturs fyrir ferliþjónustu fatlaðra.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að vinna málið áfram miðað við umræður á fundinum og leggja drög að samningi fyrir framkvæmdaráð á næsta fundi þess í janúar 2009.


3.          Veraldarvinir - samvinna 2009
2008110054
Lagt fram erindi/tölvupóstur dags. 18. nóvember 2008 frá félagasamtökunum Veraldarvinum þar sem óskað er eftir frekari samvinnu á árinu 2009.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka á móti hópi frá Veraldarvinum sumarið 2009.


4.          Hverfisnefnd Naustahverfis - framkvæmda-, skipulags- og skólamál - athugasemdir
2008110088
Tekið fyrir erindi frá Hrafnhildi Karlsdóttur og Ólöfu Ingu Andrésdóttur, fulltrúum í hverfisnefnd, sem vísað var til framkvæmdaráðs sbr. 2. lið b) í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. nóvember sl..
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að ræða við bréfritara um erindið.Fundi slitið.