Framkvæmdaráð

178. fundur 21. nóvember 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
178. fundur
21. nóvember 2008   kl. 08:15 - 09:08
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2008-2011
2008090024
Katrín Björg Ríkarðsdóttir mætti á fundinn og kynnti Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2008-2011.
Lagt fram til kynningar.


2.          SVA - ósk um kaup á notuðum strætisvagni
2008110049
Vegna alvarlegrar bilunar og mikils kostnaðar við viðgerð á næst elsta strætisvagni SVA óskar Stefán Baldursson forstöðumaður eftir heimild til kaupa á notuðum strætisvagni frá Reykjanesbæ.
Málinu frestað til næsta fundar.


3.          Svæðafélag HRFÍ á Norðurlandi - styrkbeiðni til kaupa á  Agility tækjum
2008110048
Erindi dags. 18. nóvember 2008 frá Heiðrúnu Villu Ingudóttur f.h. Svæðafélags HRFÍ á Norðurlandi þar sem sótt er um styrk til kaupa á Agility tækjum sem er þrautabraut fyrir hunda.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að svara bréfritara.


4.          Akstur fyrir ferliþjónustu fatlaðra - verðfyrirspurn
2008110020
Kynntar verða niðurstöður vegna verðfyrirspurnar um akstur fyrir ferliþjónustu fatlaðra og athugasemdir frá bifreiðastöð Oddeyrar vegna málsins.
Málinu frestað. Framkvæmdaráð felur formanni og deildarstjóra að ræða við tilboðsgjafa og  bifreiðastjóra BSO.Fundi slitið.