Framkvæmdaráð

177. fundur 07. nóvember 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
177. fundur
7. nóvember 2008   kl. 10:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Slökkvistöð Akureyrar - brunavarnaáætlun
2008090108
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og kynnti brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar.
Framkvæmdaráð þakkar slökkviliðsstjóra kynninguna og samþykkir brunavarnaáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarráðs.


2.          Kattahald - endurskoðun samþykktar
2007110068
Lögð fram að nýju samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað með þeim breytingum sem umhverfisráðuneytið leggur til.  Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 1. febrúar sl. og bæjarstjórnar 19. febrúar 2008.
Framkvæmdaráð samþykkir nýja samþykkt fyrir kattahald í Akureyrarkaupstað.


3.          Fjárhagsáætlun 2008 - framkvæmdadeild
2007080045
Farið yfir stöðu rekstrar ársins 2008.
Lagt fram til kynningar.


4.          Landsmót UMFÍ - keppendabúðir 2009
2008050037
Erindi dags. 30. október 2008 frá Landsmótsnefnd UMFÍ þar sem óskað er eftir leyfi Akureyrarbæjar til að koma fyrir keppendabúðum Landsmótsins á túnum á Rangárvöllum sunnan Hlíðarfjallsvegar í stað fyrri hugmynda í vestanverðum Kotárborgum.
Meirihluti framkvæmdaráð samþykkir beiðni Landsmótsnefndar UMFÍ ef samkomulag næst við leigjendur svæðisins.
Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
       
Gerður Jónsdóttir fulltrúi Framsóknarflokks óskar bókað:
Á þeim erfiðleikatímum sem fyrisjánanlegir eru tel ég að skoða beri þann kost að nýta þá aðstöðu sem er á tjaldsvæðinu að Hömrum frekar en að fara í mjög kostnaðarsamar nýframkvæmdir sem ekki er ljóst hvernig nota á í framtíðinni.


5.          Bílaklúbbur Akureyrar - ósk um varðveislu á strætisvagni
2008110017
Erindi dags 30. október 2008 frá Björgvini Ólafssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir að klúbburinn fái úthlutað strætisvagninum A-7359 sem er Mercedes Benz 305 árg. 1981 til varðveislu.
Framkvæmdaráð samþykkir að verða við ósk Bílaklúbbs Akureyrar og úthlutar klúbbnum framangreindum strætisvagni til varðveislu og viðhalds.Fundi slitið.