Framkvæmdaráð

176. fundur 17. október 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
176. fundur
17. október 2008   kl. 08:15 - 09:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Lögð fram að nýju fjárhagsáætlun B-hluta fyrirtækja Akureyrarbæjar sem heyra undir framkvæmdaráð. Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmaráð samþykkir drög að rekstaráætlun A og B-hluta fyrirtækja og tillögu að framkvæmdaáætlun fyrir gatnagerð og fráveituframkvæmdir fyrir árið 2009 og vísar þeim áfram til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Einnig voru lagðar fram  til kynningar ábendingar hverfisnefnda  vegna fjárhagsáætlunargerðar. Deildarstjóra framkvæmdadeildar og verkefnisstjóra umhverfismála falið að ræða við hverfisnefndirnar.


2.          Hálkuvarnir 2008-2009
2008090102
Teknar fyrir að nýju tillögur um hálkuvarnir sem nú hafa verið endurskoðaðar af umhverfisnefnd eftir að athugasemdir bárust frá framkvæmdaráði þann 10. október sl.
Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.Fundi slitið.