Framkvæmdaráð

175. fundur 10. október 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
175. fundur
10. október 2008   kl. 08:10 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Aðalheiður Magnúsdóttir fundarritari
1.          Strætisvagnar - beiðni KA um akstur í Bogann
2007010151
Tekið fyrir erindi dags. 30. september 2008 frá Óskari Þór Halldórssyni formanni yngriflokkaráðs KA í knattspyrnu þar sem hann óskar eftir því að leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar verði aðlagað að æfingatímum barna sem sækja æfingar í Bogann.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar ásamt forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar er falið að ræða við bréfritara í samræmi  við umræður á fundinum.


2.          Hálkuvarnir 2008-2009
2008090102
Farið yfir tillögur umhverfisnefndar að hálkuvörnum vetrarins og aðrar aðgerðir gegn svifryksmengun í bænum.
Framkvæmdaráð lýsir sig samþykkt þeim hugmyndum um hálkuvarnir og aðgerðunum gegn svifryki, sem lagðar eru til, með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum. Framkvæmdaráð er sammála um að róttækra aðgerða sé þörf til að alþjóðlegum kröfum um lágmörkum svifryks verði náð en ástandið í bænum hefur verið óviðunandi á stundum. Mikilvægt er að árangur náist í baráttunni við svifrykið og þá heilsuvá sem það er fyrir bæjarbúa.


3.          Hamrar - framkvæmdir vegna landsmóts skáta
2008040036
Erindi dags. 8. október 2008 frá Tryggva Marinóssyni f.h. Hamra útilífs- og umhverfismiðstöðvar þar sem hann fer fram á aukafjárveitingu til greiðslu reikninga frá Þverá-golf ehf. vegna framkvæmda að Hömrum fyrir landsmót skáta í sumar.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu en vísar því til bæjarráðs til frekari umfjöllunar og ákvörðunar. Deildarstjóra framkvæmdadeildar var falið að svara erindinu.


4.          Akstursíþróttasvæði - Bílaklúbbur Akureyrar
2008100034
Tekið fyrir erindi frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni frá Akureyrarbæ til framkvæmda við akstursíþróttasvæðið á Glerárdal.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu en vísar því til bæjarráðs til frekari umfjöllunar og ákvörðunar. Deildarstjóra framkvæmdadeildar er falið að svara erindinu


5.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Lögð fram fjárhagsáætlun B-hluta fyrirtækja Akureyrarbæjar sem heyra undir framkvæmdaráð.
Rætt var um fjárhagsáætlun B-hluta fyrirtækja sem heyra undir framkvæmdaráð. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Rætt var um endurskoðun á þegar samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2009 með tilliti til óvissu í efnahagsmálum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.Fundi slitið.