Framkvæmdaráð

174. fundur 26. september 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
174. fundur
26. september 2008   kl. 08:15 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Göngu- og hjólreiðastígar - Mannvit
2008090105
Fulltrúar frá Mannviti verkfræðistofu mættu á fundinn og kynntu nýtt göngu- og hjólreiðaskipulag sem þeir hafa unnið að fyrir Akureyrarkaupstað.
Fulltrúar skipulagsnefndar og skipulagsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð þakkar fulltrúum Mannvits góða kynningu á vinnunni við göngu- og hjólreiðaskipulagið sem þeir hafa unnið að og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna framkvæmdaáætlun samkvæmt því og þeim fjárhagsramma sem deildin hefur. Ennfremur óskar framkvæmdaráð eftir því að skipulagsnefnd fjalli um tillögur Mannvits og geri athugasemdir við þær


2.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Farið yfir rekstraráætlun fyrir árið 2009 og framkvæmdaáætlun 2009-2012 lögð fram til skoðunar.
Framkvæmdaráð samþykkir rekstraráætlun fyrir árið 2009 og vísar henni til bæjarráðs.
Jóhannes Bjarnason og Jón Erlendsson sátu hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.Fundi slitið.