Framkvæmdaráð

172. fundur 05. september 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
172. fundur
5. september 2008   kl. 08:15 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Eva Hrund Einarsdóttir
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jón Erlendsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Aðalheiður Magnúsdóttir fundarritari1.          Fjárhagsáætlun 2009 - framkvæmdadeild
2008090013
Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2009 og fjárhagsramma þá er undir ráðið heyra. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA og Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Áætluninni vísað til næsta fundar til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.
       

2.          Framkvæmda- og fjárhagsáætlun  2008
2008070050
Farið var yfir stöðu þeirra málaflokka sem tilheyra framkvæmdaráði og sex mánaða stöðu.
Framkvæmdaráð þakkar yfirferðina.


3.          Neyðarsími á hjólabrettasvæði
2008050054
6. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 6. júní 2008, varðandi erindi/tillögu Odds Helga Halldórssonar dags.13. maí sl. um að settur verði upp neyðarsími á hjólabrettasvæðinu við Sólborg, tekinn fyrir að nýju.
Lagðar voru fram kostnaðartölur vegna neyðarsíma á hjólabrettasvæðinu.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.


4.          Byggðavöllur - ósk um lýsingu
2008080081
Lagt fram ódagsett erindi frá börnum í Vanabyggð og Norðurbyggð þar sem þau óska eftir lýsingu á leikvöllinn milli Vanabyggðar og Norðurbyggðar.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að sett verði upp lýsing á leikvellinum.


5.          Síló vegna malbikunarstöðvar
2008090018
Deildarstjóri framkvæmdadeildar Helgi Már Pálsson gerði grein fyrir endurbótum á  Malbikunarstöð. Um er að ræða efnissíló frá Malbikunarstöðinni Höfða.
Framkvæmdaráð samþykkir endurbæturnar.


Fundi slitið.