Framkvæmdaráð

170. fundur 04. júlí 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
170. fundur
4. júlí 2008   kl. 08:15 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Helgi Már Pálsson
Jónas Valdimarsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Hljóðstig á Akureyri - skoðun
2006070038
Deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnti nýjustu athuganir verkfræðistofunnar Línuhönnunar á hljóðstigi á Akureyri.
Framkvæmdaráð telur að í ljósi aukinnar umferðar sé nauðsynlegt að farið verði yfir hljóðmælingar í bæjarfélaginu og kortlagt verði hvar úrbóta er þörf.


2.          Miðhúsabraut - Naustavegur - umferðarmál
2006050108
Tekið fyrir erindi frá Sigurði Sveini Sigurðssyni sem vísað var til framkvæmdadeildar úr viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 2. júní.
Framkvæmdaráð frestar erindinu og felur deildarstjóra  að ræða við bréfritara um málið.


3.          Norðurslóð og Dalsbraut - beiðni um vegtengingu
2008060026
Erindi dags. 3. júní 2008 frá Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri þar sem þess er farið á leit að lokið verði við vegtengingu milli Norðurslóðar og Dalsbrautar sem allra fyrst og helst á þessu sumri.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. Verkefnið er á áætlun ársins 2008.


4.          Ræktunarstöð Akureyrarbæjar
2008060112
Erindi dags. 26. júní 2008 frá Guðrúnu Björgvinsdóttur og Jóhanni Thorarensen þar sem þau óska eftir að fá að sjá um ræktunarstöð Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð frestar málinu og felur starfsmönnum að fá frekari upplýsingar hjá bréfriturum.


5.          Sorpmál - stefnumótun
2007070029
Lagður fram til kynningar samningur um úrgangsstjórnun milli Akureyrarbæjar og Flokkunar ehf.
Framkvæmdaráð þakkar starfsmönnum kynninguna.

Fundi slitið.