Framkvæmdaráð

169. fundur 06. júní 2008

Framkvæmdaráð - Fundargerð
169. fundur
6. júní 2008   kl. 08:15 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


 

Nefndarmenn Starfsmenn   Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jón Erlendsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
  Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Jónas Valdimarsson
Aðalheiður Magnúsdóttir fundarritari

 
1.          Samstarfssamningur um brunavarnir
2008060024
Tekinn fyrir samstarfssamningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Svalbarðsstrandarhrepps, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar og Eyjafjarðarsveitar um brunavarnir og brunaeftirlit.  
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.


2.          Slökkvilið Akureyrar - spillefnagámur
2008060019
Tekin fyrir greinargerð frá Þorbirni Haraldssyni slökkviliðsstjóra þar sem farið er fram á hækkun á áður veittri fjárveitingu til smíði gáms sem vegna verðfalls krónunnar og hækkandi gengis evru er nú rúmum tveimur milljónum dýrari en þegar heimild fékkst til smíðinnar.
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir kaup á gámnum fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.


3.          Deildarstjóri tækja og búnaðar
2008060021
Þorbjörn Haraldsson slökkvistjóri kynnti nýtt starf deildarstjóra tækja og búnaðar hjá Slökkviliði Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir stöðu deildarstjóra tækja og búnaðar til reynslu til ársloka 2009 þá verður framhaldið metið með hliðsjón af árangri og kostnaði.


Þegar hér var komið vék Þorbjörn Haraldsson af fundi.


4.          Mýrartún - grenndarvöllur
2008060003
Erindi dags. 29. maí 2008 frá Hrafnhildi Karlsdóttur þar sem hún f.h. hverfisnefndar Naustahverfis vill vekja athygli framkvæmdaráðs á því að ekki standi til að þökuleggja eina grenndarvöll hverfisins þar sem börn eldri en 5-6 ára hafa eitthvað við að vera. Skv. uplýsingum hverfisnefndarinnar eigi að sá í völlinn og þar af leiðandi verði hann ekki tilbúinn í sumar sem ekki sé viðunandi.
Samkvæmt starfsáætlun er gert ráð fyrir því að sáð verði í grenndarvöllinn við Mýrartún.  Því getur framkvæmdaráð ekki orðið við erindinu og felur deildarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrri ákvörðun.


5.          Akureyrarvagn - viðhorf íbúa á Akureyri
2008050072
Forstöðumaður umhverfismála kynnti niðurstöður viðhorfskönnunar sem Capacent gerði fyrir Akureyrarbæ og fjölluðu um snjómokstur, hálkuvarnir og útivistarsvæðin.
Framkvæmdaráð þakkar fyrir kynningu á niðurstöðu Akureyrarvagnsins.


6.          Neyðarsími á hjólabrettasvæði
2008050054
Tekið fyrir erindi frá Oddi Helga Halldórssyni varðandi neyðarsíma á hjólabrettasvæðið sunnan Sólborgar sem vísað var til ráðsins frá bæjarráði.
Málinu frestað til næsta fundar.


7.          Lýðræðisdagurinn 12. apríl 2008
2008010203
Teknar til umfjöllunar hugmyndir og tillögur frá Lýðræðisdeginum, samanber bókun stjórnsýslunefndar frá 14. maí sl.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að fara betur yfir það sem fram kom á lýðræðisdeginum, samþætta og skilgreina verkefnin betur og leggja fyrir framkvæmdaráð að nýju.


8.          Heimavist MA og VMA - gönguleið milli heimavistar og Eyrarlandsholts
2008060002
Tekið fyrir erindi frá Steingrími Páli Þórðarsyni og Sindra Rögnvaldssyni f.h. heimavistarráðs nemenda í framhaldsskólum. Erindinu var vísað til framkvæmdaráðs úr viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. maí sl.
Rætt um aðgengi, erfitt er að komast upp á Þórunnarstræti til VMA á bíl og endurskoða þarf að þeirra mati gönguleið frá heimavist að VMA.  Þeir lögðu fram skýrslu og tillögur til úrbóta.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að svara erindinu og greina frá stöðu mála.


9.          Bílaklúbbur Akureyrar - yfirlögn á Tryggvabraut
2008060018
Erindi dags. 27. maí 2008 frá Björgvini Ólafssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar sem komið er á framfæri eindrægum óskum klúbbsins um að Tryggvabraut verði malbikuð fyrir Bíladaga 2008, en þeir hefjast föstudaginn 13. júní 2008.
Erindið kynnt.
Erindinu hefur nú þegar verið svarað.


10.          Umferðaröryggismál - 2008
2008060017
Almennar umræður um umferðaröryggismál á Akureyri og stöðu þeirra mála í bænum
Framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því við sýslumann og yfirlögregluþjóninn á Akureyri að mæta á næsta fund.  Einnig óskar ráðið eftir því að formaður   skipulagsnefndar  mæti á fundinn undir þessum lið.


11.          Samþykkt um hesthús og önnur gripahús
2008060022
Lögð fram drög að samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.
Framkvæmdaráð samþykkir drög að samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.12.          Óðinsnes - gatnagerð og lagnir 2008
2008050113
Tilboð voru opnuð í Óðinsnes 3. áfanga fimmtudaginn 5. júní 2008 og bárust þrjú tilboð í verkið frá GV gröfum ehf., G. Hjálmarssyni hf. og Árna Helgasyni ehf. Lægsta tilboð í verkið barst frá GV gröfum ehf.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda GV gröfur ehf.Fundi slitið.