Framkvæmdaráð

168. fundur 16. maí 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
168. fundur
16. maí 2008   kl. 08:15 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Eva Hrund Einarsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jónas Valdemarsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Landsmót UMFÍ - keppendabúðir í Kotárborgum
2008050037
Erindi dags. 8. maí 2008 frá Landsmótsnefnd UMFÍ þar sem óskað er eftir leyfi Akureyrarbæjar til að koma fyrir keppendabúðum Landsmótsins í vestanverðum Kotárborgum, sbr. meðfylgjandi loftmynd.
Framkvæmdaráð samþykkir að tjaldbúðir keppenda á landsmóti UMFÍ verði á vestanverðum Kotárborgum með þeim skilyrðum að þær raski ekki umhverfinu, að umferð á svæðinu verði takmörkuð m.t.t. hávaða, hraða og jarðrasks og að öryggi tjaldbúa verði tryggt varðandi nálægðarinnar við Glerá.


2.          Hamrar - framkvæmdir vegna landsmóts skáta
2008040036
Tekið fyrir erindi frá bæjarráði dags. 17. apríl sl. þar sem óskað er eftir áliti framkvæmdaráðs á erindi Tryggva Marinóssonar f.h. Hamra útilífs- og umhverfismiðstöðvar um að fé verði veitt í gerð nýrrar tjaldflatar. Rökstuðningur fyrir þörf aukins fjármagns vegna þessarar framkvæmdar liggur nú fyrir frá Tryggva Marinóssyni.
Framkvæmdaráð telur að þörf sé á að taka í notkun nýja tjaldflöt á tjaldsvæðinu miðað við þá aukningu sem orðið hefur á fjölda gesta og breytingu á útbúnaði þeirra.


3.          Sundfélagið Óðinn - styrkbeiðni vegna Elínar Erlu Káradóttur
2008050008
Tekið fyrir erindi dags. 13. apríl 2008 frá Ástu Birgisdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir styrk vegna íþróttaiðkunar til handa Elínu Erlu Káradóttur sem nemur launum vinnuskólans yfir sumarið.
Framkvæmdaráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en vísar því til umræðu í íþróttaráði.


4.          Sundfélagið Óðinn - styrkbeiðni vegna Bryndísar Rúnu Hansen
2008050007
Tekið fyrir erindi dags. 13. apríl 2008 frá Ástu Birgisdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir styrk vegna íþróttaiðkunar til handa Bryndísi Rúnu Hansen sem nemur launum vinnuskólans yfir sumarið.
Framkvæmdaráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en vísar því til umræðu í íþróttaráði.


5.          Sómatún - þungaflutningar
2008050040
Tekið fyrir erindi dags. 5. maí 2008 frá Þorláki Axel Jónssyni þar sem hann m.a. lýsir óánægju íbúa með akstur moldarflutningabíla og dráttarvéla eftir Sómatúni og áfram eftir stíg sem einnig er notaður í dag sem útivistarstígur og aðkoma að Naustaborgum. Þorlákur gerir eftirfarandi tillögur:
1) Umferð þungaflutninganna verði takmörkuð við venjulegan vinnutíma frá kl. 7-8 til 17?18 mán.? fös., engir flutningar verði á kvöldin og um helgar.
2) Sett verði upp aðvörunarskilti: 30 km hámarkshraði (sem á að heita að sé í hverfinu), börn að leik, akið varlega o.fl. viðeigandi.
3) Athugað verði með að setja tímabundið upp hraðahindrun í Sómatún á meðan á þessum flutningum stendur.
4) Gefin verði út dagsetning um það hvenær þessari leið verður lokað sem þungaflutningaleið og hún aftur gerð að útivistarstíg.
Framkvæmdaráð samþykkir að umferð þungaflutninga um göngustíg við Sómatún verði takmörkuð við venjulegan vinnutíma á mánudegi til föstudags  frá kl. 8-18 og að engir flutningar verði á kvöldin og um helgar. Enn fremur er samþykkt að aðvörunarskilti um 30 km hámarkshraða og skilti er tilgreinir börn að leik verði sett upp á sama stað. Varðandi uppsetningu tímabundinnar hraðahindrunar er málinu vísað til skipulagsdeildar. Ekki er unnt að gefa út dagsetningu um það hvenær þessari leið verður lokað sem þungaflutningaleið og hún aftur gerð að útivistarstíg en framkvæmdadeild er falið að leita eftir því við Golfklúbb Akureyrar hve mikil þörf sé á mold á svæðið umfram það sem komið er.


6.          Göngugata - lokanir
2008050041
Tekið fyrir erindi frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur þar sem hún óskar eftir því að framkvæmdaráð taki til umfjöllunar reynsluna af því að skilgreina göngugötuna sem vistgötu.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að ræða við hagsmunaaðila varðandi fyrirkomulag umferðar um Hafnarstræti í samvinnu við skipulagsstjóra.


7.          Svifryk - mælingar á loftgæðum 2008
2008010234
Umhverfisnefnd hefur á fundi sínum þann 17. apríl 2008 óskað eftir umsögn framkvæmdaráðs á málefnum hálkuvarna á Akureyri áður en nefndin mun leggja fram tillögur um þær fyrir 15. september nk.
Framkvæmdaráð telur mikilvægt að dregið sé úr sandburði sem hálkuvörn þar sem hann hefur líklega afgerandi áhrif á myndun svifryks og að leitað verði nýrra leiða varðandi hálkuvarnir sem leitt geta til markvissrar minnkunar þess. Ráðið telur rétt að haldið verði áfram með prófanir með notkun salts.


8.          Framkvæmdaáætlun tjaldsvæða - 2008
2008040081
Tekin fyrir á ný framkvæmdaáætlun Hamra útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta sem framkvæmdaráð frestaði afgreiðslu á þann 18. apríl sl.
Framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun Skátafélagsins Klakks.


9.          Bifreiðastæðasjóður - fjölgun fastleigustæða
2008030034
Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd um nýja tillögu að fastleigustæðum.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögur skipulagsnefndar.


10.          Flokkun ehf. - samningur um rekstur sorphauga
2008010151
Tekinn fyrir samningur milli Flokkunar Eyjafjarðar ehf. og Akureyrarbæjar um daglega umsjón með urðunarstaðnum á Glerárdal. Áður á dagskrá framkvæmdaráðs þann 15. febrúar sl.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.


11.          Kirkjugarðar Akureyrar - framkvæmdaáætlun 2008
2008050044
Erindi frá Smára Sigurðssyni f.h. Kirkjugarða Akureyrar þar sem hann fer fram á að Akureyrarkaupstaður komi að framkvæmdum við stígagerð í garðinum á árinu 2008.
Framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjárhagsáætlun ársins 2008. Framkvæmdaráð óskar eftir aukafjárveitingu til verkefnisins.


12.          Ástand gatnakerfis
2008050074
Ástand gatnakerfis.
Umræður um ástand gatnakerfis bæjarins.Fundi slitið.