Framkvæmdaráð

167. fundur 18. apríl 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
167. fundur
18. apríl 2008   kl. 08:15 - 09:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Upprunagreining svifryks - kynning
2008040080
Tekið fyrir erindi frá Ísor um upprunagreiningu svifryks. Ragnar Ásmundsson  og Bjarni Gautason sérfræðingar hjá Ísor kynntu erindið.
Framkvæmdaráð þakkar þeim Ragnari og Bjarna frá Ísor kynninguna. Ráðið telur mikilvægt að skoðuð verði efnasamsetning svifryksins til að hægt sé að meta hvaða leiðir eru færar í hálkuvörnum sem leitt geta til markvissrar minnkunar svifryks.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar er falið að skoða aðra möguleika og kostnað við slíka efnagreiningu og tíðni mælinga.


2.          Skátafélagið Klakkur - samningur um rekstur tjaldsvæða
2007100076
Tekinn fyrir samningur milli Akureyrarbæjar og Skátafélagsins Klakks um rekstur tjaldsvæða Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs.


3.          Framkvæmdaáætlun tjaldsvæða - 2008
2008040081
Forstöðumaður umhverfismála fór yfir framkvæmdaáætlun sem skátar hafa lagt fram fyrir árið 2008.
Lagt fram til kynningar. Verkefnastjóra umhverfismála er falið að skoða málið betur og leggja á ný fyrir ráðið.


4.          Umhverfisátak 2008
2008030100
Kynning á umhverfisátaki 2008. Verkefnisstjóri umhverfismála kynnti átakið.
Framkvæmdaráð samþykkir að umhverfisátakinu, sem farið var í á síðasta ári verði fram haldið.


5.          Bílaklúbbur Akureyrar - ökugerði og akstursíþróttasvæði
2008020075
Áður á dagskrá framkvæmdaráðs þann 13. febrúar sl. Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar fór yfir niðurstöðu viðræðna við leigutaka námuréttinda um aðkomu hans að málinu.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnti niðurstöður viðræðna við leigutaka námuréttinda um þátttöku hans í landmótunarframkvæmdum sem nauðsynlegar eru á svæðinu.


6.          Farkort í leigubíla fyrir fatlaða - athugasemd við gjaldtöku
2008040049
Tekið fyrir erindi frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni þar sem hann bendir á hvort Akureyrarbær geti réttlætt að á þeim tímum sem almenningur ferðast gjaldfrjálst með SVA þá eigi þeir fötluðu kost á startgjaldi í leigubíl á 600 kr. farkorti sem ekkert hefur hækkað í tíu ár.
Framkvæmdaráð telur nauðsynlegt að reglur um ferlimál verði endurskoðaðar.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar er falið að vinna frekar að málinu og gera tillögur að nýjum reglum í samvinnu við búsetudeild.


7.          Sjúkraflutningar - endurskoðun samnings 2006
2006030071
Helgi Már Pálsson deildarstjóri fór yfir samninginn milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um sjúkraflutninga.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs.Fundi slitið.