Framkvæmdaráð

164. fundur 07. mars 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
164. fundur
7. mars 2008   kl. 08:15 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Tómas Björn Hauksson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Sumarvinna fyrir fatlaða - breyting á verkaskiptingu
2008030013
Erindi dags. 29. febrúar 2008 frá Karólínu Gunnardóttur verkefnastjóra og Sigrúnu Huldu Steingrímsdóttur náms- og starfsráðgjafa á fjölskyldudeild Akureyrarbæjar varðandi tillögu að breytingum á verkaskiptingu vegna sumarvinnu fyrir fatlað fólk, sbr. fund á fjölskyldudeild þann 18. febrúar sl.
Hulda Steingrímsdóttir á fjölskyldudeild og Orri Stefánsson forstöðumaður vinnuskólans mættu á fundinn og skýrðu nánar frá þessum breytingum.
Framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndirnar fyrir sitt leyti og felur forstöðumanni vinnuskólans að vinna áfram að málinu fyrir hönd framkvæmdadeildar.2.          Undirhlíð - Langholt - deiliskipulag
2007090026
Tekið fyrir erindi frá skipulagsdeild dags. 28. febrúar 2008 þar sem óskað er eftir umsögn framkvæmdaráðs um minnisblað unnið af VGK - Hönnun hf. og varðar úrbætur í umferðar- og göngustígamálum svæðisins.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð lýsir ánægju sinni með þær tillögur að breytingum á umferðarmálum þessa svæðis sem lagðar voru fyrir ráðið og telur að með þeim megi draga úr umferð stórra bíla um íbúagötur og auka umferðaröryggi. Ráðið bendir á að hluti þeirra breytinga sem hér um ræðir eru þegar á áætlun framkvæmdadeildar, t.d. tenging Krossanesbrautar við Hörgárbraut um Óðinsnes. Framkvæmdaráð leggur áherslu á að hraðað verði eins og kostur er gerð undirganga undir Hörgárbraut og felur framkvæmdadeild að leita eftir samstarfi við Vegagerðina um málið.


3.          Ferliþjónusta - samkomulag milli SVA og búsetudeildar
2005110069
Lögð fram skýrsla frá vinnuhópi um málefni ferliþjónustu.
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögur vinnuhópsins fyrir sitt leyti og óskar eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 1,4 milljónir í verkefnið.
Forstöðumanni SVA er falið að vinna að framgangi verkefnisins með starfsmönnum búsetudeildar.


4.          Svifryk - mælingar á loftgæðum 2008
2008010234
Forstöðumaður umhverfismála kynnti niðurstöður mælinga á svifryki fyrstu 7 vikur ársins 2008.
Lagt fram til kynningar.


5.          Bifreiðastæðasjóður - fjölgun fastleigustæða
2008030034
Lagðar fram tillögur um fjölgun fastleigustæða á Akureyri.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögur um fjölgun fastleigustæða og fjölgun 2ja klst. bílastæða.Fundi slitið.