Framkvæmdaráð

163. fundur 15. febrúar 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
163. fundur
15. febrúar 2008   kl. 08:15 - 10:03
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Erlingur Kristjánsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Fráveita - bygging hreinsistöðvar
2006100064
Jónas Karlesson og Magnús Magnússon verkfræðingar hjá VST mættu á fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir nýrri lausn hvað varðar áhrif, annars vegar á kostnað og hins vegar á  kröfur hvað við kemur mengunarvörnum.
Framkvæmdaráð samþykkir að unnið verði að endanlegri hönnun hreinsistöðvarinnar í Sandgerðisbót á grundvelli þeirra tillagna sem lagðar voru fram á fundinum.


2.          Gleráreyrar 2008 - útboð á gatnagerð og lögnum
2008010224
Tilboð í verkið Gleráreyrar 2008 - útboð á gatnagerð og lögnum voru opnuð 12. febrúar 2008. Tvö tilboð bárust og voru þau kynnt á fundinum.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, G. Hjálmarsson hf.


3.          Veraldarvinir - samvinna 2008
2008020059
Tekið fyrir erindi frá Veraldarvinum þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Akureyrarbæ.
Framkvæmdaráð þakkar samstarfið til þessa og samþykkir móttöku hóps frá Veraldarvinum á komandi sumri.


4.          Hálkuvarnir - saltið burt
2008020070
Undirskriftarlisti 559 ökumanna sem skrifuðu undir mótmæli gegn notkun salts til hálkuvarna á götur Akureyrar kynntur.
Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar hefur frá því í nóvember 2007 gert tilraunir með notkun á sandi (97%) og salti (3%) til hálkuvarna á völdum stöðum í bænum. Reynslan af þessum tilraunum verður metin í lok vetrar og þá tekin ákvörðun um það hvort þessi blanda hentar til hálkuvarna á Akureyri.


5.          Ferlibifreiðar SVA - ósk um úrbætur
2008020022
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. febrúar 2008, þar sem hluta 1. liðar í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 31. janúar 2008 var vísað til framkvæmdadeildar:
Þrjár mæður fatlaðra barna mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Þær komu á framfæri óánægju með ferliþjónustuna og bentu á að bílarnir séu ekki með útbúnað, annars vegar til að flytja farþega úr léttum hjólastólum yfir í farþegasæti og hins vegar til að festa létta hjólastóla og tryggja öryggi farþeganna.
Þær bentu ennfremur á að nauðsynlegt sé að aðstoðarmaður sé með ferlibílnum, hann þurfi að geta brugðist við ef eitthvað kemur upp á og þurfi að kunna rétt handtök í aðstoð við farþega.
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn undir þessum lið.
Starfshópur á vegum félagsmálaráðs og framkvæmdaráðs hefur unnið að tillögum um breytta skipan mála varðandi ferliþjónustu. Þær tillögur verða lagðar fyrir næsta fund framkvæmdaráðs. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til kaupa á öryggisbúnaði í ferlibílana.


6.          Ferliþjónusta blindra og sjónskertra
2007010133
Lagður fram til afgreiðslu samningur milli Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229 og Blindrafélagsins, kt. 470169-2149, um ferliþjónustu fyrir blinda á Akureyri.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.


7.          Bílaklúbbur Akureyrar - ökugerði og akstursíþróttasvæði
2008020075
Erindi dags. 8. febrúar 2008 frá Björgvini Ólafssyni f.h. Landssvæðaráðs Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir að framkvæmdaráð skoði aðkomu sína að uppbyggingu og undirbúningi að fyrirhuguðu ökugerði og akstursíþróttasvæði félagsins. Einnig er óskað eftir því að settur verði á fót vinnuhópur á vegum bæjarins og Bílaklúbbsins svo hægt sé að fara yfir næstu skref varðandi þá vinnu sem framkvæma þarf á staðnum eins fljótt og mögulegt er.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að meta þær landmótunarframkvæmdir sem nauðsynlegar eru á svæðinu og ræða við leigutaka námuréttinda um þátttöku hans í því verkefni.


8.          Flokkun ehf. - samningur um rekstur sorphauga
2008010151
Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Flokkunar ehf. um daglega umsjón með urðunarstaðnum á Glerárdal.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að ljúka gerð samningsins og leggja hann í endanlegri mynd fyrir ráðið.
Fundi slitið.