Framkvæmdaráð

162. fundur 01. febrúar 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
162. fundur
1. febrúar 2008   kl. 08:15 - 10:09
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Fráveita - bygging hreinsistöðvar
2006100064
Farið yfir stöðu á hönnun hreinsistöðvarinnar og kostnaðaráætlun. Kynntar voru tillögur að nýjum lausnum varðandi fitu- og sandfelliþrær og hagkvæmni sem val á þeim búnaði hefur. Magnús Magnússon frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðu sem fram fór á fundinum.


Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri sat fundinn að hluta undir þessum lið.


2.          Strætisvagnar Akureyrar - kaup á strætisvagni 2008
2008010230
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn og kynnti hugmyndir sínar að kaupum á notuðum strætisvagni.
Framkvæmdaráð heimilar fyrir sitt leyti forstöðumanni að semja um kaup á notuðum strætisvagni fyrir SVA.
Gerður Jónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.


3.          Kattahald - endurskoðun samþykktar
2007110068
Samþykkt um kattahald í Akureyrakaupstað tekin til afgreiðslu.
Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.


4.          Búfjáreftirlitsnefnd
2008010129
Tekin fyrir fjárhagsáætlun búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18.  
Framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar.


5.          Framkvæmdaráð - starfsáætlun 2008
2008010122
Starfsáætlun framkvæmdaráðs 2008-2011 tekin til afgreiðslu.
Framkvæmdaráð samþykkir starfsáætlunina og vísar henni til bæjarráðs.


6.          Fjárhagsáætlun 2008 - framkvæmdaáætlun
2007080045
Deildarstjóri fór yfir þriggja ára framkvæmdaáætlun framkvæmdadeildar.
Framkvæmdaráð samþykkir þriggja ára framkvæmdaáætlun vegna nýbyggingar og endurbyggingar gatna, gangstétta og stíga.
Jón Erlendsson situr hjá við afgreiðslu málsins.Fundi slitið.