Framkvæmdaráð

161. fundur 11. janúar 2008
Framkvæmdaráð - Fundargerð
161. fundur
11. janúar 2008   kl. 09:20 - 10:18
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Þórarinn B. Jónsson
Helgi Már Pálsson
Aðalheiður Magnúsdóttir
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Mjöll-Frigg - klórgasleki
2007110070
Deildarstjóri framkvæmdadeildar lagði fram upplýsingar frá Vinnueftirlitinu sem sýna hvernig öryggismálum fyrirtækisins er háttað.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að tryggja verði öryggi starfsmanna og íbúa í næsta nágrenni og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar og slökkviliðsstjóra að fylgja málinu eftir í samræmi við lög og reglugerðir.


2.          Mælingar á loftgæðum
2004110071
Forstöðumaður umhverfismála og deildarstjóri framkvæmdadeildar fóru yfir niðurstöður svifryksmælinga á árinu 2007 og kaup á nýjum svifryksmæli sem áætlað er að komist í gagnið fyrri hluta þessa árs.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að áfram verði haldið af hálfu bæjarins að fækka þeim dögum þar sem svifryk á Akureyri fer yfir leyfileg mörk. Framkvæmdaráð fagnar því að fjárveiting hefur nú fengist frá ríkinu til kaupa á svifryksmæli sem nýtast mun til þess að betur megi skipuleggja markvissar aðgerðir gegn mengun af þessu tagi.


3.          Framkvæmdaráð - starfsáætlun 2008
2008010122
Farið var yfir stöðu á þeim verkefnum starfsáætlunar framkvæmdaráðs sem unnið var að á árinu 2007 og drög að starfsáætlun fyrir árið 2008 lögð fram.
Afgreiðslu frestað.Fundi slitið.