Framkvæmdaráð

160. fundur 07. desember 2007

Framkvæmdaráð - Fundargerð
160. fundur
7. desember 2007   kl. 08:15 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


 

Nefndarmenn Starfsmenn   Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
  Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Tómas Björn Hauksson

 
1.          Mjöll-Frigg - klórgasleki
2007110070
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir greinargerð sem hann tók saman eftir klórgaslekann hjá Mjöll-Frigg þann 4. júní 2007.
Framkvæmdaráð þakkar Þorbirni greinargóða lýsingu á atvikinu sem gerðist hjá Mjöll-Frigg þann 4. júní 2007 þegar upp kom leki á klórgasi í verksmiðjunni. Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að óska eftir upplýsingum frá vinnueftirlitinu hvernig öryggismálum fyrirtækisins er háttað í dag.


2.          Fráveita - bygging hreinsistöðvar
2006100064
Kynning á hönnun og kostnaðaráætlun hreinsimannvirkis í Sandgerðisbót. Magnús Magnússon frá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar Magnúsi ágæta kynningu á verkefninu.


3.          Kattahald - endurskoðun samþykktar
2007110068
Lögð fram endurskoðuð samþykkt um kattahald sem unnið hefur verið að undanfarið. Forstöðumaður umhverfismála fór yfir málið.
Framkvæmdaráð vísar samþykktinni til heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra til umsagnar.


4.          Dýralæknafélag Íslands - stofnun örmerkjagagnagrunns gæludýra
2007110062
Erindi dags. 8. nóvember 2007 frá Önnu Jóhannesdóttur f.h. Dýralæknafélags Íslands þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær styðji við stofnun á örmerkjagagnagrunni gæludýra.
Framkvæmdaráð frestar afrgreiðslu og óskar eftir frekari upplýsingum frá bréfritara um kostnað gagnagrunnsins.


5.          Þórunnarstræti - umferðareyja við Hólmasól
2007120017
Erindi dags. 29. nóvember 2007 frá forstöðumanni Sjóvá Forvarnarhúss þar sem bent er á slysagildru á Þórunnarstræti við leikskólann Hólmasól.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna að úrbótum við leikskólann Hólmasól.


6.          Fjárhagsáætlun 2008 - framkvæmdadeild
2007080045
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingum á verðskrá hundaleyfis, búfjárleyfis, leigu beitarlanda og sorphreinsunargjöldum.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða breytingu á gjaldskrá.


7.          Kjarnagata - biðskýli og umferðarmál
2007110087
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 15. nóvember 2007:
Björk Guðmundsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.  Ræddi vöntun á strætóbiðskýli við Kjarnagötu.  Benti á slysahættu sem er fyrir hendi vegna aksturs þungaflutningatækja eftir áætluðum göngustíg við Þrumutún.
Framkvæmdaráð samþykkir að strætisvagnaskýli verði sett niður við Naustatjörn á árinu 2008.


8.          Sölvastígur - frárennsli, gatnagerð og snjómokstur
2007110144
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 29. nóvember 2007:
Hildur Helgadóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.  Hún ræddi um dren fyrir ofan hús sitt við Aðalstræti 80 á mótum Sölvastígs og frágang á því af hálfu bæjarins.
Eins spurðist hún fyrir um framkvæmdir við götuna, hvort eitthvað stæði til að gera og þá hvenær.
Einnig vildi hún að snjóruðningsmenn hættu að ryðja snjó fram af Höfðanum og austur af veginum hjá Miðhúsabraut vegna flóðahættu og vatnsrennslis í leysingum.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra að ræða við Hildi.


9.          Umferðarmál í skólahverfi Glerárskóla
2007010231
3. liður 1) og 2) í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 29. nóvember 2007:
Helga Aðalgeirsdóttir,  Valdimar Pálsson og Jón Heiðar Daðason mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa í nafni hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis.
1)  Ræddu undirgöng undir Hörgárbraut og nauðsyn á þeirri framkvæmd.
2)  Ræddu einnig um hraðahindranir í hverfinu og spurðust fyrir um það hvenær stæði til að fara í að fjölga þeim.  Bentu sérstaklega á nauðsyn hraðahindrunar í Skarðshlíð við Steinahlíð.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að svara erindinu.


10.          Mælingar á loftgæðum
2004110071
7. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 29. nóvember 2007:
Björgvin Ómar Hrafnkelsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddi um svifryksmæli sem honum þykir óþarfur, en hann segir að 80% svifryks komi frá nagladekkjum. Hann spurðist fyrir um það hvernig bærinn hygðist beita sér gegn notkun nagladekkja og vísaði í nýlega norska rannsókn um gagnsleysi þeirra.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að svara erindinu.


11.          Almenningssalerni - lenging opnunartíma
2007010241
8. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 29. nóvember 2007:
Halldór S. Jónsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddi um opnunartíma bæjarsnyrtinganna og nauðsyn þess að lengja opnunartíma þeirra.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að skoða hvort þörf er á lengingu á opnunartíma snyrtinganna og leggja fram tillögur þar um á næsta fundi.


12.          Íþróttahöll - aðkoma
2007120031
Jóhannes Bjarnason óskaði eftir að aðkoma að Íþróttahöll og Brekkuskóla verði bætt.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum Fasteigna Akureyrarbæjar að gera þær lagfæringar sem þarf til að auka umferðaröryggi á lóðinni.Fundi slitið.