Framkvæmdaráð

159. fundur 02. nóvember 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
159. fundur
2. nóvember 2007   kl. 08:15 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Gerður Jónsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Ferliþjónusta blindra og sjónskertra
2007010133
Tekin fyrir drög að samningi milli Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229 og Blindrafélagsins, kt. 470169-2149, um ferðaþjónustu fyrir blinda á Akureyri.
Framkvæmdaráð telur eðlilegt að gera samning af þessu tagi og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar í samráði við forstöðumann ferliþjónustu samningsgerðina og leggja tillögu fyrir framkvæmdaráð á næsta fundi.


2.          Víkingaland - beiðni um landsvæði
2007100052
Erindi dags. 8. október 2007 frá Skúla Þór Bragasyni þar sem óskað er eftir landskika ca. 2-4 ha. og sagt er frá áætlun um byggingu ferðaþjónustusvæðis í víkingastíl sem kallast Víkingaland. Æskilegt er að svæðið sé sem næst Moldhaugum.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.


3.          Fjárhagsáætlun 2008 - framkvæmdadeild
2007080045
Deildarstjóri framkvæmdadeildar og forstöðumenn Framkvæmdamiðstöðvar fóru yfir framkvæmdaáætlun ársins 2008.
Meirihluti framkvæmdaráðs leggur til framkvæmdaáætlun fyrir árið 2008 þar sem gert er ráð fyrir 613 milljónum kr. vegna gatnagerðar og 8 milljónum kr. vegna bifreiðastæðasjóðs. Jafnframt samþykkir meirihluti framkvæmdaráðs framkvæmdaáætlun í umhverfismálum að upphæð 36 milljónir kr. Meirihluti ráðsins samþykkir kaup eignasjóðs á eftirfarandii: vegna SVA strætisvagn að upphæð 24 milljónir kr. og tvö biðskýli að upphæð 1.7 milljónir kr., vegna Framkvæmdamiðstöðvar tækjabúnað að upphæð 15 milljónir kr. og Slökkviliðs Akureyrar búnað að upphæð 9 milljónir kr.


Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi kl. 09:45.


4.          Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007 - framkvæmdadeild
2007100115
Unnið hefur verið að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 og fór deildarstjóri framkvæmdadeildar yfir þá vinnu.

5.          Dvergasteinn - fjárgirðing
2006070015
Deilur hafa staðið yfir milli landeiganda Dvergasteins í Hörgárbyggð og Akureyrarbæjar sem eiganda Ytra Krossaness um landamerkjagirðingu. Forstöðumaður umhverfismála fór yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar vegna þessarar deilu.


Fundi slitið.