Framkvæmdaráð

157. fundur 12. október 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
157. fundur
12. október 2007   kl. 09:45 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Formaður ritaði fundargerð
1.          Hagsmunagæsla í úrgangsmálum
2007090028
Erindi dags. 5. september 2007 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um ráðningu verkefnisstjóra til að sinna hagsmunagæslu í úrgangsmálum fyrir hönd íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða tilraunaverkefni í þrjú ár og í tillögu að kostnaðarskiptingu er gert ráð fyrir því að kostnaður af verkefninu deilist á þáttakendur í samræmi við íbúafjölda viðkomandi sveitarfélaga. Eru sveitarfélögin beðin um að senda sambandinu formlega tilkynningu um þátttöku í verkefninu.
Framkvæmdaráð samþykkir að Akureyrarbær gerist aðili að verkefninu og felur Flokkun ehf. að taka þátt í því fyrir hönd bæjarins.Fundi slitið.