Framkvæmdaráð

156. fundur 03. október 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
156. fundur
3. október 2007   kl. 08:15 - 09:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Stefán Baldursson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2008 - framkvæmdadeild
2007080045
Tekin fyrir að nýju rekstraráætlun framkvæmdadeildar, Strætisvagna Akureyrar og Slökkvliðs Akureyrar.

Rekstraráætlun fyrir eftirfarandi málaflokka miðað við ramma verði sem hér segir:
07  Brunamál og almannavarnir           kr. 143.062 þús.
08  Hreinlætismál                                  kr.   33.998 þús.
10  Götur, umferð og samgöngumál    kr. 337.098 þús.
11  Umhverfismál                                  kr. 162.404 þús.

Í rekstraráætlun 2008 vegna annarra liða sem undir framkvæmdaráð heyra er gert ráð fyrir eftirfarandi niðurstöðum miðað við rauntölur 2007 og óbreytta þjónustu:

102-197  Sumarvinna skólafólks            16.000.000
106-111 Rekstur leik- og sparkvalla      12.861.000
106-114 Skólagarðar og smíðavellir           982.000
106-270 Vinnuskóli                                 64.676.401
106-271 Sumarvinna fatl. skólafólks       7.623.528
113-211 Fjallskil                                           245.000
113-650 Tjaldsvæði                                  4.200.000
113-655 Almenningssalerni                     3.600.000

Farið er fram á eftirfarandi breytingar á römmum sbr. minnisblað deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 3. október 2007:

108  Hreinlætismál, heildarhækkun á ramma kr. 17.148.000.
Gert er ráð fyrir að aukin og virkari flokkun meðal íbúa kalli á aukinn rekstrarkostnað á flokkunarílátum og sorpgámum, auk þess sem þjónusta á gámavelli hefur verið aukin með tilheyrandi launakostnaði.

110  Götur, umferð og samgöngumál, heildarhækkun á ramma kr. 19.807.000.
Gert er ráð fyrir breytingum í starfsmannahaldi á framkvæmdadeild.
Einnig er óskað eftir hækkun vegna viðhalds gatna og holræsa. Því til viðbótar verður síðan lækkun á þjónustusamningi við Vegagerðina vegna  breytinga á vegalögum sem taka gildi um næstu áramótum.
Reiknað er með aukinni gatnalýsingu og að viðhald lýsingar og lélegt ástand ljósastaura og ljóskera þurfi aukið fé.
Reiknað er með að framlag til SVA verði 88.0 mkr.

111  Umhverfismál, vegna framkvæmda við Andapollinn o.fl. verkefni kr. 24.902.000.

179 Strætisvagnar Akureyrar kr. 15.648.000.
Ósk er um hækkun á einstaka römmum vegna launaliða, mikillar hækkunar á eldsneytiskostnaði og aukinnar leigubílaþjónustu  vegna ferliþjónustu.
Samþykktur kostnaður hækkar 102 - um 5.743 þkr. og 110 - um 9.905 þkr.
Ekki hefur endanlega verið tekið tillit til framlags bæjarsjóðs, vaxta né afskrifta.

Við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir hækkun sorphirðu- og sorpförgunargjalda um 10% og að önnur gjöld breytist í samræmi við verðlag.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.Fundi slitið.