Framkvæmdaráð

155. fundur 21. september 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
155. fundur
21. september 2007   kl. 10:10 - 12:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Hljóðstig á Akureyri - skoðun
2006070038
Deildarstjóri fór yfir hvernig standa eigi að hljóðmælingum við umferðargötur á Akureyri. Einnig var farið yfir ábyrgð og aðkomu sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins að málinu. Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi mætti einnig á fundinn.
Framkvæmdaráð lýsir sig sammála því verklagi og skiptingu ábyrgðar sem kynnt var á fundinum.


2.          Fjárhagsáætlun 2008 - framkvæmdadeild
2007080045
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, forstöðumaður umhverfismála og slökkviliðsstjóri fóru yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.
Afgreiðslu frestað.


3.          Fjölsmiðjan - nytjamarkaður
2007090057
Erindi dags. 13. september 2007 frá Fjölsmiðjunni þar sem óskað er eftir því við framkvæmdaráð að fá greiðan aðgang að nytjagámi á gámasvæði Akureyrar við Réttarhvamm og fá m.a. að taka úr þessum gámi 1-2 sinnum í viku og hafa þessar vörur til sölu í verslun sinni í húsnæði að Óseyri 1a.
Framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að undirbúa það af hálfu Akureyrarbæjar.


4.          Staðardagskrá 21 - Hrísey
2006090056
Vinna við gerð Staðardagskrár fyrir Hrísey hefur staðið yfir það sem af er árinu og hefur hverfisráð Hríseyjar stýrt því með aðstoð forstöðumanns umhverfismála sem mun gera grein fyrir þeim verkefnum sem munu verða á  ábyrgð framkvæmdaráðs til ársins 2010.
Framkvæmdaráð vísar málinu til umhverfisnefndar.Fundi slitið.