Framkvæmdaráð

154. fundur 07. september 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
154. fundur
7. september 2007   kl. 09:40 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Lystigarður - frímerkjasafn
2007090011
Lystigarðurinn á Akureyri fékk fyrir nokkrum árum afhent að gjöf frímerkjasafn sem Axel Schiöth hafði ánafnað garðinum árið 1953 til minningar um móður hans Önnu Chatrine Schiöth sem stofnaði Lystigarðsfélagið árið 1910 og ætlaðist hann til að safnið yrði selt í kringum aldarmótin síðustu (2000) og að andvirði þeirra yrði notað í þágu Lystigarðsins á 100 ára afmæli hans árið 2010. Forstöðumaður umhverfismála og forstöðumaður Lystigarðsins óska hér með eftir heimild framkvæmdaráðs til að láta meta safnið og hugsanlega selja í framhaldinu og að það fjármagn verði notað til byggingar kaffihúss í garðinum eins og deiliskipulag garðsins gerir ráð fyrir.
Framkvæmdaráð felur forstöðumanni umhverfismála að afla frekari upplýsinga um hugsanlegt verðmæti safnsins og leggja fyrir framkvæmdaráð á næsta fundi þess.


2.          Kjarnalundur - ósk um strætisvagnasamgöngur
2007030157
Tekið fyrir erindi frá Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóra öldrunarheimila Akureyrarbæjar þar sem hún óskar eftir að komið verði á almenningssamgöngum í Kjarnalund og bendir jafnframt á að slíkar samgöngur myndu einnig nýtast öðrum s.s. flugfarþegum, gestum í sumarhúsabyggðinni á svæðinu ásamt gestum tjaldsvæðis á Hömrum og þeirra sem njóta vilja útivistarsvæðisins í Kjarna.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu að sinni.


3.          Staðardagskrá 21 - eftirfylgni verkefna
2006080026
Forstöðumaður umhverfismála fór yfir stöðu þeirra 13 verkefna í Staðardagskrá 21 sem undir framkvæmdaráð heyra.
Lagt fram til kynningar.


4.          Umhverfisstofnun - samnorrænt verkefni - 2007
2007090010
Akureyrarbær og Álftanes taka þátt í samnorrrænu verkefni sem fjallar um verndum líffræðilegs fjölbreytileika ásamt 10 öðrum bæjarfélögum frá hinum Norðurlöndunum. Verkefnið er kostað og er á vegum norrrænu ráðherranefndarinnar og er eitt af þeim sem lögð var mikil áhersla á að vinna að á ráðstefnu í Jóhannesarborg árið 2002. Verkefnið mun standa yfir til ársins 2010 og munu fulltrúar bæjarfélaganna hittast a.m.k. árlega þar sem árangur verður metinn af þeim verkefnum sem þau hafa valið að vinna að. Forstöðumaður umhverfismála kynnti verkefnið.
Lagt fram til kynningar.


5.          Ferliþjónusta - samkomulag milli SVA og búsetudeildar
2005110069
Á fundi félagsmálaráðs þann 27. ágúst 2007 var eftirfarandi bókun samþykkt:
   "Félagsmálaráð leggur til að 3ja manna starfshópur fari yfir málefni ferliþjónustu og meti hvort rétt er að halda áfram að stefna að yfirfærslu ferliþjónustunnar frá SVA til búsetudeildar eða hvort æskilegt er að velja aðra leið. Félagsmálaráð tilnefnir tvo fulltrúa úr sínum röðum og fer þess á leit að framkvæmdaráð skipi einn fulltrúa...."
Framkvæmdaráð tilnefnir Elínu Margréti Hallgrímsdóttur í starfshópinn.


6.          Hörgárbyggð - fráveita
2005110047
Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra Hörgárbyggðar um samstarf í fráveitumálum. Unnið hefur verið að sameiginlegri úttekt framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar á fráveitumálum Sjafnargötu og Grænhólssvæðis annars vegar og Skógarhlíðarhverfis hins vegar. VST hf. vann að málinu með hlutaðeigandi og skilaði skýrslu þar um dags. 6. júní 2007. Deildarstjóri framkvæmdadeildar fór yfir málið.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að eiga viðræður við sveitarstjóra Hörgárbyggðar um málið.Fundi slitið.