Framkvæmdaráð

153. fundur 24. ágúst 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
153. fundur
24. ágúst 2007   kl. 08:15 - 08:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Miðhúsabraut - vestan Geislatúns - gatnagerð 2007-2008
2007070075
Farið yfir þau tilboð sem bárust í verkið Miðhúsabraut vestan Geislatúns sem opnuð voru þriðjudaginn 21. ágúst sl. Þrjú tilboð bárust í verkið og hafa þau verið yfirfarin.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, G.V.Gröfur ehf. á grundvelli tilboðs A1. Tilboðið hljóðar upp á kr. 96.035.750, en kostnaðaráætlun verksins gerði ráð fyrir kr. 120.321.550.

          Hjalti Jón Sveinsson vék af fundi kl. 08:25.


2.          Fjárhagsáætlun 2008 - framkvæmdadeild
2007080045
Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2008 og fjárhagsramma þá er undir ráðið heyra.

Hjalti Jón Sveinsson mætti aftur til fundar kl. 08.40.


3.          Strætisvagnar - leiðakerfi
2007010150
Rætt um ósk Stefáns Baldurssonar frá 6. júlí sl. þar sem hann óskar eftir fjárveitingu vegna ráðningar nýs vagnstjóra. Til þess að hefja akstur strætisvagns um Naustahverfi í haust er nauðsynlegt að ráða nýjan vagnstjóra til SVA. Kostnaður vegna þess á árinu 2007 er kr. 3.400.000.
Framkvæmdaráð óskar eftir viðbótarfjárveitingu vegna þessa verkefnis.Fundi slitið.