Framkvæmdaráð

152. fundur 03. ágúst 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
152. fundur
3. ágúst 2007   kl. 08:15 - 09:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jónas Valdemarsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Andapollur
2004120077
Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti lokahönnun svæðisins ásamt kostnaðargreiningu þess.
Framkvæmdaráð þakkar Halldóri Jóhannssyni kynninguna.
Framkvæmdaráð samþykkir að hefja undirbúning að verkefninu sem miðar að því að framkvæmdir hefjist árið 2008.


2.          Fráveita - bygging hreinsistöðvar
2006100064
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerði grein fyrir tilboðum þeim er bárust í verkið Skolphreinsistöð - dælur, lokar og hreinsibúnaður, sem opnað var þann 17. júlí sl.
Framkvæmdaráð samþykkir að fela Helga Má deildarstjóra framkvæmdadeildar að ganga til samninga við Varmaverk, samkvæmt tillögu Magnúsar Magnússonar hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.


3.          Strætisvagnar - leiðakerfi
2007010150
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir þá vinnu sem unnin hefur verið við nýtt leiðakerfi SVA.
Framkvæmdaráð þakkar Stefáni greinargóða kynningu á nýju leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar sem taka á í notkun á næstunni.Fundi slitið.