Framkvæmdaráð

151. fundur 06. júlí 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
151. fundur
6. júlí 2007   kl. 09:10 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Þórarinn B. Jónsson
Helgi Már Pálsson
Jónas Valdimarsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Jaðarsíða - gatnagerð og lagnir
2007050121
Kynning á tilboðum sem opnuð voru 5. júlí 2007 í gatnagerð og lagnir í Jaðarsíðu
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að ganga til samninga við (tilboðsgjafa) lægstbjóðanda að undangenginni athugun á að hann uppfylli öll skilyrði sem sett eru í útboðsskilmálum.


2.          Strætisvagnar - leiðakerfi
2007010150
Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar gerði grein fyrir breytingum á leiðakerfi strætisvagna. Jafnframt var rætt um kostnað vegna aksturs í Naustahverfi sem hefjast mun í haust, þörf á ráðningu nýs vagnstjóra, kvöldakstur og hugmyndir um svokallaða ferðamannarútu.
Framkvæmdaráð þakkar Stefáni Baldurssyni kynninguna. Akstur strætisvagna í Naustahverfi hefst í september. Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að fara yfir kostnað vegna þess og vegna þarfar á viðbótar starfsmanni og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess. Ráðið sér ekki forsendur til að bjóða upp á ferðamannastrætó vegna þess hversu langt er liðið á sumarið.


3.          Fráveita - bygging hreinsistöðvar
2006100064
Kynnt var hönnun og kostnaðaráætlun hreinsistöðvar í Sandgerðisbót. Magnús Magnússon hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h/f og Gísli Kristinsson hjá Arkitektur.is fóru yfir stöðu verkefnisins og möguleika í hönnun mannvirkisins.
Framkvæmdaráð þakkar Magnúsi Magnússyni og Gísla Kristinssyni kynninguna og felur þeim ásamt starfsmönnum framkvæmdadeildar áframhaldandi vinnu við verkefnið.
Fundi slitið.